Ísland pólerað
Lesa meira
Ísland pólerað
Ísland pólerað er safn örsagna og ljóða eftir pólska rithöfundinn Ewu Marcinek sem búsett er í Reykjavík. Efni bókarinnar er sjálfsævisögulegt að hluta og lýsir veruleika ungrar pólskrar konu í Reykjavík og upplifun hennar af íslensku samfélagi og tungumáli. Bókin, sem upphaflega var skrifuð á ensku, hefur verið í smíðum um nokkurn tíma og áður hafa birst úr henni ýmis brot, svo sem í tímariti Ós pressunnar og í Tímariti Máls og menningar. Auk þess hefur alþjóðlegi leikhópurinn Reykjavík Ensamble sett hluta verksins á svið í leiksýningunni Ísland Pólerað eða Polishing Iceland sem margir lesendur kannast eflaust við.