Sæunnarkveðja: sjóljóð
Lesa meira
Sæunnarkveðja: sjóljóð
Sjóljóðabókin Sæunnarkveðja er fimmta bók Gísla Þórs Ólafssonar, en sú fyrsta, Harmonikkublús kom út árið 2006. Í bókum sínum hefur Gísli Þór gert ýmsar tilraunir með ljóðformið sem sannast sagna hafa verið afar misvel-heppnaðar. Í þessari nýjustu bók sinni er hann kominn út á sjó en bókin er einskonar heildstæður ljóðabálkur og segir frá sjóferð. Ljóðmælandi (stundum einmitt svonefndur í ljóðunum) er í ástarsorg, hann saknar sárlega einhverrar konu og les ljóð Hauks Ingvarssonar og veltir fyrir sér ljóðinu og lífinu.