Stríðsmenn Salamis
Lesa meira
Stríðsmenn Salamis
Stríðsmenn Salamis er ein af þeim bókum sem ég gæti auðveldlega skrifað tvo gersamlega andstæða ritdóma um. Annar dómurinn myndi fjalla um það hvað sagan er gott dæmi um skemmtilegar pælingar með form skáldsögu og mörkin milli hennar og ævisögu og sjálfsævisögu, en bókin fjallar um rithöfund sem skrifar sögu um annan rithöfund og er í leiðinni að skrifa einskonar ‘sjálfsævisögu’. Ég myndi benda á hvað slíkar pælingar hafa verið vinsælar á undanförnum árum og ég myndi hafna því viðhorfi sem segir að þessi eilífa sjálfsumfjöllun í formi bendi til kreppu skáldsögunnar og segja að hér sé einmitt á ferðinni gott dæmi um það hvernig skáldskapurinn finni sér alltaf farveg.