Á ég að gæta systur minnar?
Lesa meira
Á ég að gæta systur minnar?
Barneignir eru ekki lengur einfalt mál (hafi þær einhverntíma verið það). Í dag standa foreldrar frammi fyrir margvíslegu vali (fyrir utan það að velja hvort og hvenær þeir vilji yfirhöfuð eignast barn), því með nútíma-líftækni er ekki aðeins hægt að velja sig frá ýmsum erfða- og genagöllum, heldur er einnig hægt að velja kyn, auk þess sem hægt er að (allavega reyna að) velja sér gáfur og fegurð með hjálp sæðis- og eggjabanka. Ófrjósemi er ekki lengur sá þröskuldur sem var og umræðan snýst í auknum mæli um hönnuð börn, börn sem hafa á fósturstigi verið mótuð í tiltekið form, með tilheyrandi viðmiðum hvers tíma um eftirsóknarverða eiginleika. Enn sem komið er mun það síðastnefnda ekki vera hægt, en það sem er hægt er að láta skima tæknifrjóvguð egg og velja úr vænlegasta fósturvísinn - vænlegastan þá með tilliti til eftirsóknarverðra eiginleika.