Valur eignast vinkonu
Lesa meira
Valur eignast vinkonu, Holupotvoríur alls staðar! Dinna í blíðu og stríðu
Það jafnast ekkert á við góðan vin. Vináttan er eitt það mikilvægasta í lífi okkar allra og góðir vinir styðja hvorn annan í gegnum súrt og sætt. Það felst mikill þroski í því að eignast vini þó að stundum getur reynst snúið að fóta sig í nýjum samskiptum. Börn eiga oft í svo fallegum samskiptum sín á milli og oft getur stuðningur vina á jafningjagrundvelli verið alveg jafn mikilvægur og sá sem foreldrar veita. Barnabækurnar sem hér verða teknar til umfjöllunar fjalla allar um vináttuna, hvernig sögupersónurnar mynda ný tengsl eða styrkja gömul. Valur eignast vinkonu og Holupotvoríur alls staðar! sýna mikilvægi fjölbreytileikans og það hvernig börn úr ólíkum áttum geta myndað með sér sterk vinasambönd og Dinna í blíðu og stríðu fjallar um það hvernig vinir styðja hvern annan í gegnum erfiðleika og áföll.