Laura og Julio
Lesa meira
Laura og Julio
Sagan byrjar ekki vel. Hvorki hvað varðar atburði (hún byrjar á tilkynningu um alvarlegt slys) né sem forvitnileg saga. Um stund var ég á báðum áttum um hvort ég ætti að nenna að lesa enn eina skáldsöguna um innantómt hjónaband uppa, sem eru alveg jafn óspennandi á Spáni og þeir eru hér heima á Fróni. En einhverjir undirtónar fengu mig þó til að þrjóskast við og það reyndist alveg þess virði.