Goðsagnir í aldanna rás
Lesa meira
Argóarflísin, Goðsagnir í aldanna rás og Penelópukviða
Það er best að játa það strax að sería af þessu tagi, þarsem höfundar eru fengnir til að skrifa bækur með goðsagnaívafi, og fræðimaður fenginn til að skrifa inngangsrit, er gasalega eitthvað fyrir mig. Bæði er ég goðsagnafíkill og svo finnst mér alltaf gaman að svona seríu-konseptum, og svo er ég líka hrifin af því að fræðiskrif séu sett í samhengi við skáldskap. Vonbrigðin urðu því kannski óþarflega mikil þegar ég hóf lestur á inngangsriti Karenar Armstrong, Goðsagnir í aldanna rás.