Ensku rósirnar
Lesa meiraEplin hans Peabodys
Lesa meira
Ensku rósirnar og Eplin hans Peabodys
Það þarf varla að fara mörgum orðum um það að tónlistarkonan Madonna er fræg fyrir allt annað en að vera barnagæla eða sérstök fyrirmynd ungra stúlkna í góðum siðum og móralskri hegðun. Hún hefur þvert á móti verið ein þeirra söngkvenna sem hefur ögrað ímyndinni um "góðu stelpuna" hvað mest og hneykslað marga í gegnum tíðina með framkomu sinni og yfirlýsingum. Mikla athygli vakti þegar hún gaf út bókina Sex árið 1993, sem þótti afar djörf og mörgum fannst ganga út yfir öll mörk velsæmis. Ímynd Madonnu hefur mildast nokkuð með árunum, en þó eru ekki nema örfáir mánuðir síðan hún kom fram á opnunarhátíð NFL – Ameríska fótboltaleikársins þennan veturinn – ásamt Britney Spears þar sem þær stöllur kysstust heitum eða í það minnsta volgum kossi í lok lagsins sem þær sungu saman.