Bavíani
Lesa meira
Bavíani
Einhverra hluta vegna var það ekki alveg auðhlaupið að setja saman ritdóm um smásagnasafn Naju Marie Aidt, Bavíana. Áður en ég vissi af var ég komin á kaf í að laga til í frystinum og dúllaði mér dágóða stund við að höggva klaka og telja rækjur. Kannski kemur þetta til af því að ég veit ekki vel hvað ég á að segja um bókina og kannski er þetta bein afleiðing þess skorts á mannlegri hlýju sem bókin lýsir svo vel.