Beint í efni

Brúnar

Brúnar
Höfundar
Håkon Øvreås,
 Øyvind Torseter
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um Brúnar

Norska barnabókin Brune eftir Håkon Øvreås í þýðingu Gerðar Kristnýjar. Myndir eftir Øyvind Torseter.

Þegar kvölda tekur breytist Rúnar í Brúnar, ofurhetjuna óttalausu. Með brúna málningu að vopni læðist Brúnar út og refsar strákunum sem stríða Rúnari og eyðileggja kofann hans. Vinirnir Atli og Ása hafa aldrei heyrt um fyndnari ofurhetju og vilja gjarnan kynnast henni. Brúnar kemur þó fyrst í góðar þarfir þegar afi deyr.

Úr bókinni

Rúnar stóð við gluggann og fylgdist með bíl mömmu sinnar og pabba koma að húsinu. Hann fór niður í kjallarann og bar ma´lningarföturnar þrjár upp að kjallaradyrunum. Þær sneru út að bakhlið hússins þar sem bílnum var lagt. Hann opnaði dyrnar, bar eina fötuna út að bílnum og kom henni fyrir í skottinu. Þá flýtti hann sér til baka og sótti hinar tvær. Síðan lokaði hann skottinu eins hljóðlega og hann gat. Þegar hann kom aftur upp úr kjallaranum stóðu Rannveig og pabbi inni í stofu og töluðu saman.

– Þarna ertu, sagði pabbi. – Er ekki allt í lagi?

– Jú, allt í fína, sagði Rúnar.

– Hefur þú verið stilltur? spurði mamma.

Pabbi réti fram höndina eins og hann ætlaði að gefa Rúnari eitthvað. Rúnar teygði fram álkuna.

– Við vorum heima hjá afa að taka til. Okkur datt í hug að þú vildir fá þetta.

Pabbi opnaði lófann. Þetta var úr. Rúnar mundi eftir því. Úr sem hékk í keðju. Rúnar tók við því. Það var heitt eftir lófann hans pabba.

– Það hefur stoppað, sagði Rúnar.

– Þú getur trekkt það upp, sagði pabbi. Hann sneri sér aftur að Rannveigu frænku. Rúnar sneri trekkjaranum efst á úrinu en það heyrðist ekkert tif. Vísarnir hreyfðust ekki.

(12-3)

Fleira eftir sama höfund