Blekhjarta
Lesa meiraKonungur þjófanna
Lesa meira
Fjórar þýddar fantasíur
Bóklestur er viðfangsefni Corneliu Funke í bókinni Blekhjarta, en hún er ein af fjölmörgum ævintýrabókum sem komið hafa út á undanförnum árum og er beint til stálpaðra krakka. Það er einkar viðeigandi að byrja umfjöllun um nokkrar slíkar á bók sem gerir út á mikilvægi þess að lesa og að kunna að njóta góðra bóka og þeirra ævintýra sem þær hafa uppá að bjóða. Jafnframt fjallar sagan um hættur bókarinnar, eða kannski hættur þess að tapa sér alveg í bókum.
Konungur þjófanna / Stravaganza – grímuborgin
Feneyjar hafa löngum verið vettvangur ævintýralegra atburða, enda hvílir dulúð yfir þessari sökkvanda síkjaborg, með öllum sínum glæsileika og grotnun, þröngu götum og gondólum, og svo ansi magnaðri sögu. Dauði Thomasar Mann í Feneyjum er ein af mínum eftirminnilegustu bókmenntaupplifunum, sömuleiðis kvikmynd Nicholas Roeg, Don't Look Now, en bæði verkin fjalla um dauða og söknuð. Glæpasögur Donnu Leon sem ég legst reglulega í, gerast líka í Feneyjum, og hafa sett mig svo kyrfilega inn í feneyskt samfélag að mér finnst ég stundum hafa búið þar.