Beint í efni

Dagur vonar : leikrit í fjórum þáttum

Dagur vonar : leikrit í fjórum þáttum
Höfundur
Birgir Sigurðsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1987
Flokkur
Leikrit

Gefið út í 200 innbundnum, tölusettum og árituðum eintökum í tilefni 90 ára afmælis Leikfélags Reykjavíkur. Frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1987.

Úr Degi vonar:

ALDA: (eins og úr fjarska en þó er líkt og röddin verði dálítið nálægari er á líður): Hann sagði: Þú litla stúlka (Guðný snýr sér að henni og horfir á hana). Og hann leiddi mig burt svo enginn heyrði til okkar og sagði mér frá landinu. Í þessu landi hafði verið logið mikið og svikið mikið og hatað. Þar fannst ekki lengur dagur blíðu og dagur gleði og dagur sannleika. Ekki heldur dagur vonar. Og mennirnir höfðu verið hættulegir hver öðrum um langa hríð (Guðný sest, horfir á hana og hlustar). Allt í kringum þá voru sprottnir viðurstyggilegir skógar sem engin leið var að rata um. Loks varð sólinni nóg boðið. Hún neitaði að koma upp og skína á þetta fólk. Þá varð dagurinn líka nótt. Svo svarta nótt hafði enginn séð og enginn heyrt um. Þögnin varð svo mikil að þegar lítil stúlka hvíslaði ofurlágt í eyrað á pabba sínum; dagurinn er dáinn, heyrðist það um allt landið. Og sorgin varð svo djúp að enginn gat grátið. - Á samri stund flaug hvítur fugl eins og örskot upp á himininn og söng. Enginn hafði trúað og enginn hafði vitað að slíkur fugl væri til. Þegar sólin heyrði hann syngja langaði hana aftur til að skína og hún renndi sér upp á himininn til hans og allir í landinu hrópuðu: Góðan dag. Góðan dag. Og sólin hélt áfram að skína á landið. Þar spruttu laukar og göluðu gaukar og allir voru góðir hver við annan. Vondu skógarnir visnuðu. Og löngu eftir að fuglinn var farinn hélt tónninn áfram að hljóma í fólkinu. Því hann var sannleiksfugl.

(s. 70-71)

Fleira eftir sama höfund

Grasið syngur

Lesa meira

Grasmaðkur : leikrit í fjórum þáttum

Lesa meira

Frá himni og jörðu

Lesa meira

Håbets dag : skuespil i fire akter

Lesa meira

Algjört rugl

Lesa meira

Ljósið í vatninu

Lesa meira

Dínamít : leikrit í fjórtán atriðum

Lesa meira

Tag der Hoffnung: Schauspiel in vier Akten

Lesa meira

Andsvör við umfjöllun um Svartan sjó af síld

Lesa meira