Hundra och en dag: En reportageresa
Lesa meira
Hundra och en dag: En reportageresa
Nafn norsku blaðakonunnar Åsne Seierstad ætti að vera íslenskum lesendum í fersku minni eftir að þýðing á bók hennar um Bóksalann í Kabúl kom út hér á landi fyrir síðustu jól. Þar sagði frá dvöl höfundar meðal afganskrar fjölskyldu eftir fall talíbanastjórnarinnar þar í landi. Bókinni var hampað um heim allan, þýdd á fjölda tungumála og gerði höfundinn frægan langt út fyrir heimaland sitt. Åsne Seierstad hefur lagt sig nokkuð eftir því undanfarin ár að sækja heim þau stríðshrjáðu svæði sem athygli umheimsins beinist helst að í hvert skipti fyrir sig. Með það fyrir augum skal því engan undra að í byrjun árs 2003 hafi hún verið búin að koma sér fyrir í Bagdad, höfuðborg Íraks, til þess að fylgjast með yfirvofandi innrás Bandaríkjamanna og Breta í landið.