Greinar
Um einstök verk
Vargurinn
Ingvi Þór Kormáksson: "Vargurinn"
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér
Krosstré
Lesa meiraVargurinn
Lesa meira
Ef við værum á venjulegum stað
Lesa meiraStríðsmenn Salamis
Lesa meira
Vargurinn
Skáldsagan Vargurinn gerist mestan part á Seyðisfirði. Rannsóknarlögreglumaðurinn Valdimar Eggertsson er þangað sendur til að rannsaka grunsamlegan eldsvoða. Þykir honum bruninn minna nokkuð á annan sem varð í húsi prestsins á staðnum nokkru fyrr. Í þetta sinn eru eigendur hússins Þorsteinn skipstjóri og Hugrún eiginkona hans, en þau eru stödd á Kanaríeyjum er málið kemur upp. Janúar er rétt nýbyrjaður og snjór og kuldi á ísa landi og Fjarðarheiðin ekki alltaf fær.
Þriðja táknið og Krosstré
Það hefur mikið verið gert úr glæpasagnafári þessa jólavertíðina og fregnir af flóði glæpaskrifa hafa verið settar fram í nokkrum æsingalegum stíl, jafnvel með undirtóni áhyggja og ótta við að nú muni fara fram illyrmisleg yfirtaka afþreyingarinnar á fagurbókmenntunum. Í grein í Morgunblaðinu nú í haust gerði Jóhann Hjálmarsson skáld glæpasagnaflóðið að umræðuefni sínu og vildi meina að hingað til hefðu gagnrýnendur verið allt of linir við glæpasagnahöfunda og að nú væri kominn tími til að henda silkihönskunum.