Hinir sterku
Lesa meira
Hinir sterku
Að sumu leyti kallast önnur skáldsaga Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, Hinir sterku, á við verðlaunaskáldsögu Auðar Jónsdóttur, Fólkið í kjallaranum. Ung kona sem finnur sig knúna til að velta fyrir sér gildismati sinna nánustu og samtíma síns er í aðalhlutverki og þarf að takast á við dramatíska atburði í fjölskyldunni. Í skáldsögu Auðar er aðalpersónan mjög fyrirferðarmikil og afgerandi persóna, en því er ekki þannig háttað í Hinum sterku. Þar er aðalsöguhetjan vissulega sögumiðjan, en hún er fyrst og fremst í miðlunar- og speglunarhlutverki, hún tekur á móti og miðlar skoðunum annarra, þá fyrst og fremst þeirra karlmanna sem næst henni standa og það eru þá helst nýfrjálshyggjuöflin sem hún tekst á við, eins og titillinn gefur til kynna.