Jump to content
íslenska

Af manna völdum (Caused by Men)

Af manna völdum (Caused by Men)
Author
Álfrún Gunnlaugsdóttir
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
1982
Category
Short stories

Úr Af manna völdum:

Fyrr á árum héldu til Parísar margar ungar stúlkur sem voru haldnar óljósri ævintýraþrá og vildu skoða sig um í heiminum. Árið sem ég dvaldi í París var gott ár. Kannski lærði ég ekki mikið á bóklega vísu, eins og ég hafði ætlað mér. En ég eignaðist vinkonu. Og sú vinátta er mér mikils virði.
 Við tókum okkur saman þrjár erlendar stúlkur í París og leigðum okkur íbúð. Við áttum það sameiginlegt að vera orðnar leiðar á óvistlegum herbergiskytrum. En okkur reið á að fá fjórðu stúlkuna til að deila leigunni með okkur. Ein þessara stúlkna átti vinnufélaga sem kom til greina. Vinnufélaginn var þýsk og hét Elfriede.
 Ég fitjaði upp á nefið. Að vísu var langt síðan stríðinu lauk, það tilheyrði fortíðinni, bernskunni. Og þó . . . Mér var ekki um Þjóðverja gefið.
 En vinkonur mínar sóttu þetta fast og fullyrtu að Elfriede væri mesta ágætisstúlka. Hún var líka tekin í hópinn.
 Svo stóð hún einn daginn í forstofunni og var að bisa við aðra ferðatöskuna sína. Ég átti leið hjá rétt í því, en lét mér nægja að kinka kolli til hennar áður en ég fór inn til mín.
 Næst hitti ég hana í eldhúsinu. Hún var þar sömu erinda og ég: að smyrja sér brauð. Elfriede kynnti sig brosandi. Ég brosti á móti, en sagði ekki neitt. Ég hafði engan áhuga á þessari stúlku. Ekki fyrr en . . .

(s. 17-18)

More from this author

Le Passage de l'Èbre

Read more

Sagan og undraborgin

Read more

Das haben Menschen getan

Read more

Hringsól

Read more

Þel (Temper)

Read more

Strejf : Roman

Read more

Im Vertrauen

Read more

Yfir Ebrofljótið (Across the River Ebro)

Read more

Hvað rís úr djúpinu? : Guðbergur Bergsson sjötugur (What rises from the Deep? - Guðbergur Bergsson at Seventy)

Read more