Jump to content
íslenska

Afleiðingar (Consequences)

Afleiðingar (Consequences)
Author
Ágúst Borgþór Sverrisson
Publisher
Draumsýn
Place
Reykjavík
Year
2017
Category
Short stories

um bókina

Ákvarðanir okkar hafa afleiðingar. Verslunarstjóri í raftækjaverslun stígur örlagaríkt skref: Hvenær svíkur maður sjálfan sig og hvenær svíkur maður aðra? Útgáfustjóri hjá bókaforlagi misnotar aðstöðu sína með skelfilegum afleiðingum. Mæðgin fara í kirkjugarðinn í byrjun aðfangadagskvölds á biluðum bíl því það verður alltaf að loga ljós á leiðum ástvina yfir jólin. Ung stúlka verður leiksoppur kerfisins og karlmanna.

Þetta eru nokkur dæmi um söguefni í þessu nýja smásagnasafni Ágústs Borgþórs Sverrissonar. 

úr bókinni

Svik

Þegar ég var fertugur var sonur minn fimm ára. Á hverjum sunnudagsmorgni fórum við í fótbolta á sparkvelli í hverfinu. En þennan morgun hafði hópur manna á aldur við mig lagt undir sig völlinn. Ég undraðist hvað þeir voru sprækir, að gera þetta klukkan hálfellefu á sunnudagsmorgni. Flestir voru klæddir í gamlar og upplitaðar treyjur merktar erlendum félagsliðum. Leikurinn var hægur og ómarkviss. Ég velti því fyrir mér hvort það liti svona illa út þegar ég var sjálfur í bolta með félögunum.
   Ég ók um borgina í leit að sparkvelli. Næstu tveir vellir sem við fundum voru líka uppteknir, þar voru börn að leik. Ég reyndi að rifja upp hvar sparkvellir væru staðsettir. Sonur minn var með andlitið límt á rúðuna í leit að völlum. Allt í einu vorum við staddir í gamla æskuhverfinu mínu, í hinum enda borgarinnar. Og þar fundum við sparkvöll og lékum okkur góða stund.
   Umhverfið var nánast óþekkjanlegt frá því ég bjó í hverfinu á áttunda áratugnum, þegar hér voru tún, mýrlendi, melar og holt; og hús á stangli sem báru sérnöfn eins og sveitabæir: Grænamýri, Fagurhóll, Grund, Hvammur. Núna var búið að malbika og steypa yfir þetta allt og byggja blokkir, raðhús og verslunarmiðstöð. Flest gömlu húsanna voru horfin. Húsið sem ég bjó í hét Efra-Fell. Það stóð enn. Á meðan við lékum okkur þarna vöknuðu sofandi minningar í hugskotinu, um að elta bolta á bungótta grasvellinum sem hafði verið skammt frá og opna Mackintosh-dós með nokkrum tindátum og Matchboxbílum. Þegar við vorum búnir að leika okkur nóg gekk ég að gamla æskuhúsinu, yfir planið, framhjá bílnum okkar, eins og í leiðslu. „Hvert ertu að fara pabbi?“ spurði strákurinn og elti mig.

(1-2)

 

More from this author

Hliðarspor (Side Steps)

Read more

Fyrsti dagur fjórðu viku

Read more

Tvisvar á ævinni (Twice in a Lifetime)

Read more

Sumarið 1970 (The Summer of 1970)

Read more

Hringstiginn - og sjö sögum betur (The Spiral Staircase - and seven other stories)

Read more

Síðasti bíllinn (The Last Car)

Read more

Í síðasta sinn (For the Last Time)

Read more

Eftirlýst augnablik (Wanted Moments)

Read more

The First Day of the Fourth Week

Read more