Jump to content
íslenska

Bardaginn á Örlygsstöðum (The Battle of Örlygsstaðir)

Bardaginn á Örlygsstöðum (The Battle of Örlygsstaðir)
Author
Anna Dóra Antonsdóttir
Publisher
ADAN
Place
Reykjavík
Year
2013
Category
Children‘s books


Um bókina:
Bardaginn á Örlygsstöðum er spennandi saga sem gerist á spennandi tímum í Íslandssögunni. Frá bardaganum er sagt í Sturlungu.
   „Ég var svo æstur og uppspenntur að ég endurtók hvað eftir annað: -Þeir eru að fara að berjast, þeir eru að fara að berjast.“ Þetta mælir Doddi í Sólheimum sem var drengur þegar Örlygsstaðabardagi var háður í Skagafirði árið 1238. Í bókinni er fjallað um bardagann eins og hann blasir við Dodda, sem ásamt vinum sínum varð vitni að þessum sögulega viðburði á Sturlungaöld.


Úr Bardaganum á Örlygsstöðum:
Ég svaf ekki mjög mikið þessa nótt. Það var mikill umgangur alla nóttina. Menn voru að koma og fara heim á hlaðið og út og inn úr skálanum. Það voru margir sem sváfu lítið, sumir ekki neitt, nema Þóra gamla, hún heyrði ekki neitt. Ég heyrði vopnaglamur og traðk í hestum. Svo var hávaði í mönnum.
   Þegar morgnaði gægðist ég inn í eldhús og sá að vinnukonurnar voru allar þar frammi. Sumar stóðu ennþá við pottana og aðrar sátu, hölluðu sér upp að veggjum og sváfu.
   - Sigga mín, áttu nokkuð handa mér að borða? spurði ég hikandi því að hún var úfin á svip.
   - Já, ætli það ekki, svaraði hún, greip ílát og jós graut upp úr stórum potti. Síðan hellti hún mjólk út á og rétti mér: - Hana, reyndu að koma þessu í þig og láttu hundana ekki plata þig. Þeir eru svangir hundarnir ekki síður en mennirnir.
   Ég læddist út, greip með mér lurk sem ég fann á hlaðinu og klifraði upp á skemmuþakið með dallinn minn og fór að borða. og það var rétt hjá Siggu. Hundarnir runnu á matarlyktina, komu hlaupandi og voru mjög aðgangsharðir. Þeir komust ekki upp á þakið nema einn, stór og grimmdarleg skepna sem hafði sig upp og ætlaði hreint og beint að ráðast á mig. Ég var ákveðinn í að láta ekki hund rífa af mér morgunskattinn minn, greip lurkinn og snerist til varnar. Úr þessu urðu heljarlæti. Hundurinn gelti og urraði, ég hrópaði og veifaði stafnum sem mest ég mátti en hvorugur okkar varaðist köttinn. Þegar ég hafði hrakið hundinn fram af þakinu og ætlaði að grípa dallinn minn, var kötturinn hér um bil búinn með allan grautinn. Ég táraðist af gremju og hljóp með stafinn reiddan upp að kettinum en hann smaug auðvitað undan mér og forðaði sér á hlaupum.
   Ég sá pabba koma út á hlaðið, hann var þreytulegur og leit út eins og hann hefði ekki sofið dúr. Líklega hefur hann ekkert sofnaði í öllum látunum, hugsaði ég. Hann kom auga á mig uppi á þakinu. – Hvað gengur eiginlega á? spurði hann höstugur. – Hvers vegna láta hundarnir svona?
   - Það gengur ekkert á, svaraði ég snöggt. Vildi alls ekki viðurkenna að ég hefði farið halloka fyrir hundi og ketti.
   - Hvaða læti voru þetta í hundunum? spurði pabbi aftur hvassri röddu.
   - Ætli þeir hafi ekki orðið varir við einhvern slæðing, sagði ég sakleysislega og greip til orða Þóru gömlu. Ef hundur heyrðist gelta sagði hún alltaf að „einhver slæðingur“ væri á ferðinni.
   - Slæðingur, ekki nema það þó, tautaði pabbi og horfði örvæntingarfullur út á túnið þar sem menn voru sem óðast að vakna og þá var ljóst hvað lægi fyrir næst.

(44-6)

 

More from this author

Hafgolufólk (The Sea-Breeze People)

Read more

Brúðkaupið í Hvalsey (The Wedding in Hvalsey)

Read more

Huldur

Read more

Konan sem fór ekki á fætur (The Woman Who Didn´t Get Up)

Read more

Voðaskotið (The Fatal Shot)

Read more

Hefurðu farið á hestbak? (Have You Been Horseback Riding?)

Read more

Refir í hættu (Foxes in Danger)

Read more

Uppskriftir stríðsáranna: matur úr íslenskum eldhúsum eftir stríð (Recipes from the War: Food from Icelandic Kitchens Post-War)

Read more

Brennan á flugumýri (Flugumýri Arson)

Read more