Jump to content
íslenska

Huldur

Huldur
Author
Anna Dóra Antonsdóttir
Publisher
Óskráð
Place
Reykjavík
Year
2001
Category
Novels

Af bókakápu:
Í formála bókarinnar segir m.a.:
   Á rigningadegi reikaði ég um í íbúð Freyju við Grettisgötuna án þess að geta fest hugann við eitt né neitt en leitaði afdreps meðal nokkurra gamalla bóka og rak þar augun í bláa öskju sem merkt var: Guðbjörg. Eitthvað hlýtur að hafa vakið forvitni mína því að ég opnaði öskjuna og sá í henni dálítinn bunka af upprifnum umslögum. Ég áttaði mig fljótlega á því að þetta voru sendibréf...
   Höfundar bókarinnar Huldur, Anna Dóra og Kristrún búa báðar við Barónsstíg í Reykjavík. Bréf þessi fóru því ekki alltaf hina hefðbundnu póstleið milli húsa.


Úr Huldur:
24. nóvember 1997

Borgin þreytti mig. Munkarnir hafa flekað mig svo sannarlega. Enginn karlmaður hefur fullnægt mér líkt og þeir allir sem einn. Ég er alsæl er ég vakna að morgni. Haustið hefur verið annasamt. Ég hef rótað í mold og sett niður fræ. Það besta við haustið er að þá, aðeins þá undirbýrð þú komu vors. Munkarnir hafa þennan áhuga á jörðunni. Á öllu því sem kemur frá henni. Þeir bæta stöðugt við það sem af er tekið á sumrin. Samt verða verk þeirra aldrei að rútínu eins og önnur störf. Allt í borginni verður að rútínu. Hér er það fórnarlund sem er í fyrirrúmi og kærleikur verður aldrei vani. Og þetta hentar mér vel.
   Áður sogaði borgarlífið alla krafta úr mér. Ég gat ekki skrifað því alls staðar var eitthvað merkilegt að gerast. Eða svo var mér sagt. Ég hoppaði og skoppaði eins og hirðfífl með öllum. Um endilanga borg. Ég hef aldrei sagt þér hvers vegna ég fór svona skyndilega án þess að kveðja nokkurn mann. Þetta er hluti af því. En aðeins lítill hluti.
   Einsemdin hér. Fábrotið lífið. Hæðirnar, himinninn, vatnið og öll skriðdýrin eru orðin að þrá minni. Ég get ekki skilið Rousseau, hvers vegna í ósköpunum hann flúði náttúruna. Hér gerist líka ýmislegt spennandi.
(s. 31-32)

 

 

 

 

 

 

 

More from this author

Hafgolufólk (The Sea-Breeze People)

Read more

Brúðkaupið í Hvalsey (The Wedding in Hvalsey)

Read more

Konan sem fór ekki á fætur (The Woman Who Didn´t Get Up)

Read more

Voðaskotið (The Fatal Shot)

Read more

Hefurðu farið á hestbak? (Have You Been Horseback Riding?)

Read more

Bardaginn á Örlygsstöðum (The Battle of Örlygsstaðir)

Read more

Refir í hættu (Foxes in Danger)

Read more

Uppskriftir stríðsáranna: matur úr íslenskum eldhúsum eftir stríð (Recipes from the War: Food from Icelandic Kitchens Post-War)

Read more

Brennan á flugumýri (Flugumýri Arson)

Read more