From Hægur söngur í dalnum (Slow Song in the Valley):
Janúardagur
það er á degi sem þessum
að skilningurinn springur út eins og brum að vori
naktir fætur dansa gleðidans í takt við ljóðið
sem steig upp til himins í orðlausu kjökri
og andartökin verða að árum í hjarta sem slær
hjarta sem elskar
Það er á degi sem þessum
að skuggarnir hverfa úr draumunum
þú tekur ekki eftir því
að allt í einu er einskis að sakna
og þú vilt aðeins þessa stund
þessi skil í líf þitt
sem er alltaf að breytast úr einu tré í annað
úr einni árstíð í aðra og alls staðar vaxa þar
laufgaðar greinar
Það er á degi sem þessum
að ég elska þig eins og stjörnurnar tindrandi blíðar
og allt er umvafið fölhvítu ljósi og þér
(A day in January
It is on a day like this one
that understanding blossoms like tree shoots in spring
naked feet dance a merry dance in tune with the poem
that rose to the sky in a silent whimper
and the breaths turn to years in a heart that beats
heart that loves
It is on a day like this one
that the shadows disappear from the dreams
you do not notice
that all of a sudden there is nothing to miss
and you only want this moment
this change in your life
which is constantly changing from one tree to another
from one season to another and everywhere there grow
leafy branches
It is on a day like this one
that I love you like the shimmering stars gentle
and everything is enveloped in a pale light and you)
Translated by Dagur Gunnarsson for this website.