Jump to content
íslenska

Hjaltlandsljóð

Hjaltlandsljóð
Author
Various authors
Publisher
Dimma
Place
Reykjavík
Year
2012
Category
Icelandic translations

Um þýðinguna

Safn þýðinga Aðalsteins á ljóðum hjaltlenskra samtímaskálda. Skáldin sem birtast hér í þýðingu eru: Christine de Luca, Jim Moncrieff, Laureen Johnson, Jim Mainland, Donald S. Murray, Robert Alan Jamieson, James Sinclair, Paolo Ritch, Alex Cluness, Lise Sinclair og Jen Hadfield.

Frumtextarnir eru prentaðir við hlið þýðinganna.

Hjaltlandsljóð er veglegt, tvímála safn ljóða úr smiðju helstu samtímaskálda frá Hjaltlandseyjum. Þar um slóðir er töluð mállýska sem á rætur að rekja til norræns tungumáls sem nú er glatað, en lifir þó í örnefnum og stöku orðasamböndum á eyjum fyrir norðan Skotland.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson valdi og íslenskaði ljóðin, en kynni hans af skáldskap þessa málsvæðis eiga sér langa sögu og í eftirmála gerir hann grein fyrir bókmenntum Hjaltlendinga.

Úr Hjaltlandsljóðum

Imprint

Whaarivver we ir, der aye someen nort-by.
Only at da pole wid a compass birl, seek
magnetic certainty.

Whaarivver we ir on dis thirlin hemisphere
Polaris tracks wir waavellin. Sho's preened
ta da firmament; a stey.

Whaarivver we ir, nort is a state o mind
wa nae slack: aert's loops taen in,
da tap graftit aff.

Whaarivver we ir, a scanner wid jalouse
wir belangin da wye a stick or rock aans
hits origin.

Whaarivver we ir, slippit laek homin doos,
der a gaet nort. Somethin keeps nyiggin
dat invisible treed.

 

Menjar

Hvar sem við erum, er alltaf einhver norðar.
Einungis við pólinn með snúningi áttavitans leitum við
í segulmagnaðri vissu.

Hvar sem við erum á þessum hringsnúandi hálfhnetti
rekur Pólstjarnan skjögrandi ráp okkar. Hún er næld
við festinguna; stoð og stytta.

Hvar sem við erum, er norður hugarástand
og engin tilslökun: tekið úr prjónlesi heimsins,
fellt af til að ná saman efst.

Hvar sem við erum, ratsjá með grun um
að við tilheyrum með sama hætti og sykurstöngin
á sér uppruna.

Hvar sem við erum, sleppt einsog heimfúsum dúfum,
liggur stígur norður. Eitthvað heldur áfram að toga
í þennan ósýnilega þráð.

(34-5)


Nibon: An Elementary Grammar

Every rock and outcrop is a noun
in need of a name, and what that gives;

and in between, the gold and green and brown
are shifting, growing adjectives;

and the wind that hurries through in spring
is the verb that lets this nowhere sing:

sing of nothing, and of everything.


Nibon: Málfræði fyrir byrjendur

Nafnorð rúma rofabarð og stein
sem réttu heitin þurfa á annað borð;

og þeirra á milli, gullin, brún og græn
í gróandanum, fjölbreytt lýsingarorð;

og vindur sem að vori hraðar sér
verður sögn og auðnin syngja fer:

syngja um ekkert og um allt sem er.

(68-9)

 

More from this author

Það er komin halastjarna (The Comet is Here)

Read more

Að snúa aftur: ljóðaþýðingar (To Return: Translated Poetry)

Read more

Mat á áhrifum starfsemi Kísiliðjunnar á vistkerfi Mývatns (A Report on the Effects of the Silicone Plant Kísiliðjan on the Ecosystem of Mývatn)

Read more

Konfekt og kærleikur : Úr sögusafni Alfred Hitchcock (Chocolates and Love: From the Stories of Alfred Hitchcock)

Read more

Sumar í fjörðum : þýdd ljóð

Read more

Rússneskur fútúrismi (Russian Futurism)

Read more

Barnagaman : spennandi sögur

Read more

Öll dagsins glóð (All the Day´s Embers)

Read more

131.839 slög með bilum

Read more