Jump to content
íslenska

Íslendingablokk (Icelanders´ Block)

Íslendingablokk (Icelanders´ Block)
Author
Pétur Gunnarsson
Publisher
JPV-útgáfa
Place
Reykjavík
Year
2012
Category
Novels

Um Íslendingablokk:

Þau eru mörg og ólík: Indriði tollari, ekkjumaður við ævilok sem lifir í ríkum mæli það sem hann á „ólifað“, Addi rakari sem á stjörnu í Vetrarbrautinni, skólasálfræðingurinn Kata sem hefur slegið í gegn sem ljóðskáld en á í brösum með framhaldið, Hansi sem er ágætlega kvæntur kynlífsfíkill og Máni sem hefur alið manninn við hjálparstörf í Afríku og hyggur á forsetaframboð. En þau eiga sameiginlegt að búa í sömu blokkinni, Íslendingablokk, og margir fleiri – vinir, kunningjar og ættingjar – koma við sögu.

 

Úr Íslendingablokk:

 

Í stað þess að fara í sund ákvað Indriði að aka um bæinn. Úti var gaddur en sætishitarinn yljaði honum um líkamsrætur. Hann ók fyrst um háræðar hverfisins og þaðan út á stofnæðina. En það var eins og umferðin skynjaði að hann væri ekki í neinum erindagjörðum, það var fórnað höndum, það var flautað og pípt og blikkað ljósum. Fyrir vikið hraktist hann út á einhverja slagæð þar sem engin leið virtist til baka og ekki fyrr en eftir langa mæðu að honum bauðst afleggjari sem leiddi á endanum út í hverfi sem hann vissi ekki hvort voru úthverfi eða yfirgefnir bæir. Það var hvergi sála. Útafhöll jólatré á gangstéttum eins og fallnir hermenn, eitt meira að segja með skrautinu í heilu lagi – serían og allt! Hann snögghemlaði, steig út og aðgætti eins og hefði orðið vitni að slysi. Það voru fáein skref að húsinu, hann þrýsti á dyrahnapp, en enginn kom til dyra. Hann var að kíkja inn um glugga þegar rödd að baki kvað upp úr með að hér væri ekkert lífsmark fyrr en í fyrsta lagi upp úr fjögur, kona í flíspeysu merktri Póstinum.

 

Indriði hélt að bíllinn á hlaðinu benti til að einhver væri heima.

 

Það segir ekki neitt, sagði póstkonan, þetta gæti verið þriðji bíllinn (sagt eins og þriðja kryddið).

 

Indriði greindi frá áhyggjum út af jólatrénu, en konan sagði að kínverska skrautið væri orðið svo ódýrt, það svaraði ekki kostnaði að plokka það af.

 

Indriði mundi þá tíð þegar menn fóru með beltið sitt í viðgerð og skóna, hvað þá hjólið, hvarvetna væri hægt að ganga að mönnum í kjöllurum og jarðhæðum sem höfðu viðurværi sitt af viðgerðum.

 

Konan: Hvað starfaðir þú, með leyfi?

 

Indriði svaraði því.

 

Konan: Sem gjaldkeri handlék ég seðla sem ég átti ekki, nú sortera ég póst sem er ekki til mín.

 

Hvernig stendur á því?

 

Útibúið var lagt niður.

 

Með það kvöddust þau, útisamtöl verða ekki öllu lengri en þetta á Íslandi að vetri til.

 

(49-50)

 

More from this author

Toute l'histoire

Read more

L'Image du monde

Read more

Ich meiner mir mich

Read more

Punkt punkt komma strich

Read more

Die Rollen und ihre Darsteller

Read more

Veraldarsaga (mín)

Read more

Kommúnistaávarpið 150 ára

Read more

Að baki daganna (Behind the Days)

Read more

Næstsíðasti dagur ársins

Read more