Elías, Magga og ræningjarnir (Elías, Magga and the Criminals)
Bankastjórinn kom og ætlaði að þakka henni fyrir að bjarga bankanum og Magga skammaði hann bara fyrir að hafa svona banka þar sem fólk þyrfti að nota byssu til að fá afgreiðslu.
Fyrst skellur yfir þau gestaplága svo skæð, að mamma og pabbi eru að hugsa um að flýja að heiman. Elíasi tekst að hrekja gestapláguna burtu, að vísu með nokkuð grófum ráðum.
Elías, mamma hans og pabbi eru komin heim til Íslands aftur. Það hefði átt að vera mjög friðsamlegt, því Magga móðursystir mömmu varð eftir í útlöndum. En það er enginn friður. Pabbi Elíasar sér fyrir því. Elías veit ekki hvort hann er orðinn svona gamall eða hvort hann varð svona af að lenda í Fílnum. Eða, eins og Simbi segir: "Enginn með viti þrasar við fíl.". .