úr bókinni
Ísrefur
Hvítar saklausar breiður
braka undan blóðugum loppum
einsemdarleit að holum sköflum
fórnarlömbum
bráð verður ekki í bráð
hér eru ekki margir eftir
til að svíkja
norðurtáknið vegsamað
í hræsni og vanþekkingu
enda þakið í þögn
sem ekkert veit
hann mun aldrei
sýna sitt rétta andlit
heldur leita lengra og dýpra
elta skammdegið
ytra sem innra
engin steik
enginn lás
ekkert stafrænt
mun bjarga þér