Jump to content
íslenska

Vinkonur (Friends)

Vinkonur (Friends)
Author
Ragna Sigurðardóttir
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
2016
Category
Novels

um bókina

Dimma septembernótt vaknar Hafdís við framandi hljóð. Er óboðinn gestur í húsinu? Heilsan er tæp enda gríðarlegt álag í ráðuneytinu, málefni hælisleitenda hafa vakið reiði í samfélaginu svo mótmælt er á götum úti. Á þeim vettvangi skýtur gömul vinkona upp kollinum og Hafdís neyðist til að rifja upp örlagaríkan vetur í Austurbæjarskóla fyrir aldarfjórðungi.

 

úr bókinni

Hópur af vetrarklæddu, órólegu og háværu fólki var saman kominn fyrir utan Lögreglustöðina við Hverfisgötu. Það stóð í hnapp utan við dyrnar og hrópaði slagorð, margir héldu mótmælaspjöldum á lofti. 

Gunnar, Þórður og Tómas vour á leiðinni í aldarminni ömmu Þóru, Hafdís var enn á prófkjörsfundinum en var væntanleg. Úrslitin voru ekki komin í ljós.

Gunnar stöðvaði bílinn á rauðu ljósi efst á Hverfisgötunni og rýndi inn í hópinn handan við gangamótin.

"Hvað er að gerast?" spurði Þórður sem sat í farþegasætinu við hlið hans.

"Ég sé það ekki," sagði Gunnar og renndi niður rúðunni sín megin. "Sýnist fólkið vera að mótmæla einhverju." Inn um opinn gluggann barst kaldur norðanvindur og ómur af hrópum.

"One, two, three, four..." heyrðist hrópað. 

Þórður renndi niður rúðunni sín megin um leið og ljósið breyttist og Gunnar ók af stað.

"Deportation no more."

Þórður leit á pabba sinn. "Ekki aftur!"

"Five, six, seven, eight..."

"Hvað? Hvað?" spurði Tómas ákafur úr aftursætinu.

"Iceland is a fascist state!"

Gunnar studdi á takkana í hurðinni við hlið sér og lokaði báðum gluggunum.

"Æ, nei," sagði Þórður. "Er það þessi þarna, aftur?"

"Þessi?" spurði Gunnar um leið og hann beygði inn í Borgartúnið þar sem samsætið var haldið í leigðum sal.

"Þú veist, manstu, þarna þegar mamma datt í stiganum? Er ekki alltaf verið að mótmæla eitthvað út af honum? Af hverju er þetta fólk ekki bara heima sjá sér?"

"Þessi? Þú meinar Ghulem Saki. Sem hefur verið í öllum fréttatímum dögum saman. Sem talaði á útifundinum á Austurvelli fyrir viku síðan og gerði allt vitlaust. Manstu ekki hvað hann heitir? Þú talaðir sjálfur um hvað það væri ljótt að senda fólk til baka og kalla það endursendingu?"

Gunnar var byrstur í máli.

Hann ók inn á bílastæðið þar sem nokkrir bílar voru fyrir og lagði, sneri sér við og leit á Þórð og Tómas í aftursætinu.

"Hvað myndir þú gera, Þórður, ef ég væri tekinn af lífi og þú vissir á þú yrðir næstur? Svo ég nefni bara eitthvað. Myndir þú ekki reyna að flýja?"

(s. 166-167)

 

 

More from this author

Lauch oder Aprikose

Read more

Bónusstelpan (The Bónus Girl)

Read more

Daði : Ódysseifur (Odyssey)

Read more

27 herbergi (27 Rooms)

Read more

Skot (Shot)

Read more

Strengir (Strings)

Read more
þetta rauða, það er ástin

Þetta rauða, það er ástin (This Red, That is the Love)

Þetta rauða, það er ástin er skáldsaga um unga konu sem berst fyrir því að láta drauma sína rætast
Read more

Stefnumót (Dates)

Read more

Fallegri en flugeldar (More Beautiful Than Fireworks)

Read more