Lífstíð
Lesa meiraArfur Nóbels
Lesa meiraVillibirta
Lesa meiraÚlfurinn rauði
Lesa meira
Fjórar þýddar glæpasögur
Þær eru harla ólíkar þessar fjórar glæpasögur sem rak á fjörur mínar þetta sumarið, en sumarið er tími glæpanna eins og flestir vita. Á sumrin er ég svo þakklát fyrir að fá bara að lesa léttmeti segir kona á bókasafninu við mig, næstum afsakandi með bunka af dægurbókmenntum af ýmsu tagi, aðallega þó krimma. Ég er henni hjartanlega sammála og vona að ég hafi náð að koma slíkum afsakandi tóni fyrir kattarnef.
Predikarinn og Arfur Nóbels
Fyrir nokkrum ár(atug)um var mikið talað um áhrif sænskrar hugmyndafræði og samfélagsfræði á Ísland. Fjöldi þeirra sem menntaði sig í ríki Svía var slíkur að áhrif þeirra urðu þónokkur, og eru jafnvel enn. En nú er svo komið að Íslendingar eru hættir að fá eins mikið af samfélagslegum straumum frá Svíþjóð og í staðinn streyma sænskar glæpasögur inn í landið. Þessi umskipti eru vissulega um margt áhugaverð – en verða ekki rædd hér nánar, né ætla ég að velta því fyrir mér hvort Svíþjóð sé orðin ný fyrirmynd glæpsamlegrar starfsemi fyrir Íslendinga.
Villibirta og Á villigötum
Hvern hefði grunað að norrænar glæpasögur lumuðu á svona miklu blóði? Það er ekki nóg með að sakamálasagan lifi góðu lífi í núinu, heldur eiga þær sér bara nokkuð langa sögu og sjálfsagt má að einhverju leyti rekja vinsældir nútímaglæpasagna aftur til áhrifa frá þeim eldri: Maj Sjövahl og Per Wahlöö eru þeir sem helst liggja undir grun. Ljóst er að margir glæpasagnahöfundar hafa gert húsleit hjá þeim félögum og fundið þar ýmis líf-sýni, eða teikn um hvernig skuli fara að með rannsókn málsins.
Úlfurinn rauði
Þýðandi Lizu Marklund, Anna Ragnhildur Ingólfsdóttir, lætur ekki standa við orðin tóm. Í vor þegar skáldsaga Marklund, Villibirta, kom út lofaði hún að ný bók væri á næsta leyti og nú er hún komin, rétt í tíma fyrir heimsókn skáldkonunnar sjálfrar. Bókin nefnist Úlfurinn rauði en titillinn vísar að sjálfsögðu til þess sem einn mætur samnemandi minn kallað eitt sinn 'kommsósíalismi'. Ef titillinn nægir ekki til að minna á roðann í austri, þá ætti kápan að gera það, en hana prýðir fræg mynd af Che. Sem fyrr er það blaðakonan Annika Bengtzon sem stendur í ströngu og að þessu sinni gengur plottið út á hryðjuverk, sem er að sjálfsögðu afskaplega aktúelt. Nema þetta eru ekki hryðjuverk samtímans, heldur fortíðarinnar (ágæt áminning um að hryðjuverk eru ekki ný uppfinning múslima). Það eru sem sé hryðjuverk kommúnista og sósíalistahreyfinga í Svíþjóð frá sjöunda og áttunda áratugnum sem Annika er að rifja upp og þá ekki síst þau sem aldrei tókst að upplýsa að fullu. Á sama tíma og Annika garfar í málum þessum er fólk myrt, og í ljós kemur að ekki aðeins er þráður milli morðanna, heldur liggur sá þráður til hryðjuverka þeirra sem Annika er svo upptekin af.