Býkúpa
Lesa meira
Fjórar þýddar fantasíur
Bóklestur er viðfangsefni Corneliu Funke í bókinni Blekhjarta, en hún er ein af fjölmörgum ævintýrabókum sem komið hafa út á undanförnum árum og er beint til stálpaðra krakka. Það er einkar viðeigandi að byrja umfjöllun um nokkrar slíkar á bók sem gerir út á mikilvægi þess að lesa og að kunna að njóta góðra bóka og þeirra ævintýra sem þær hafa uppá að bjóða. Jafnframt fjallar sagan um hættur bókarinnar, eða kannski hættur þess að tapa sér alveg í bókum.