Úlfabróðir
Lesa meira
Silfurvængur og Úlfabróðir
Enn deilir fólk um hvort Harry Potter fyrirbærið hafi virkilega aukið bóklestur meðal ungs fólks, eða hvort bækurnar um galdrastrákinn hafi bara aukið lestur á tilteknum bókum Jóhönnu Rowling. Eða hvort þessar tilteknu bækur hafi bara gert það að verkum að fullorðnir lesi orðið barnabækur og séu orðnir hagvanir slíkum lestri, með tilheyrandi skorti á því að kunna annað að meta. Nýjasta greinin sem ég las um þetta mál var úr breska blaðinu Guardian og þar hafði pendúllinn aftur færst yfir á að almennur bóklestur meðal breskra ungmenna hefði virkilega aukist og nú bíð ég spennt eftir næstu frétt.