Don Kíkóti : um hugvitssama riddarann Don Kíkóta frá Mancha
Lesa meiraDon Kíkóti frá Mancha
Lesa meiraKróksi og Skerðir
Lesa meira
Don Kíkóti
Gjarnan er sagt að með Kíkóta hafi nútímaskáldsagan fæðst. Hún fjallaði allavega fyrst um skáldskapinn sjálfan og ímyndunaraflið þarna. Allir vita um hvað hún er, um riddarann Don Kíkóta frá Mancha sem heldur af stað út í spænskar sveitir með fylgisveini sínum, Sansjó Pansa, til að gegna hlutverki riddara. Allir vita líka að Don Kíkóti er skopstæling á riddarasögum þessa tíma sem Kíkóti hefur lesið yfir sig af. En það voru ekki bara riddarasögur á kreiki heldur einnig sveitasögur og svo var píkareska sagan, skálkasagan svonefnda, komin fram. Sveitasælubókmenntir voru vinsælar og í formála segir þýðandi, Guðbergur Bergsson, bókina hæðast að þeim sem og riddarasögunum. Svo munu ítalskar nóvellur hafa haft áhrif á höfundinn.