Norrænar goðsagnir
Lesa meiraKóralína
Lesa meiraKóralína
Lesa meira
Norrænar goðsagnir
Í Norrænum goðsögnum tekur Gaiman fyrir norræna goðafræði, þetta er ekki hefðbundið skáldverk heldur endursögn af þekktum goðsögnum fyrir nútímalesanda. Í inngangi segir höfundur frá því hvernig hann hafi ungur hrifist af sagnaheimi norrænna manna. Hann kynntist þessum heimi gegnum myndasögur Jack Kirby Tales of Asgard, sem kveiktu áhuga hans og síðan las hann allt sem hann komst yfir um hetjurnar og lífið í Ásgarði, þar á meðal Snorra Sturluson. Bókin ber þess vitni að höfundur búi yfir miklum áhuga og mikilli þekkingu á sagnaheiminum, nógu miklum til þess að gera hann að sínum án þess þó að fjarlægjast um of upprunann.
Kóralína
Ég ætlaði að vera búin að skrifa pistil um þessa bók fyrir lifandi löngu. Ekki datt mér til hugar að hún yrði þýdd, slíka áleit ég þröngsýni íslenskra bókaforlaga þegar kemur að óvenjulegum og verulega furðulegum fantasíum. En svo bárust flugufregnir: saga myndasöguhöfundarins Neil Gaiman, Coraline, kemur út hjá Máli og menningu. Og ég varð að éta ofaní mig allar fullyrðingar um þröngsýni.