Abbababb!
Lesa meira
Abbababb!, Drekinn sem varð bálreiður og Einstök mamma
Eitt einkenni barnabóka er að sinna einhverskonar uppeldis- og kennsluhlutverki. Barnabækur bjóða foreldrum uppá ýmsar leiðir til að kynna barnið fyrir nýjum heimum og hugmyndum, í von um að barnið tileinki sér nægilega þekkingu til að takast á við samfélagið, lífið og jafnvel sjálft sig. Þannig eru barnabækur ekki bara sögur heldur líka einskonar dæmisögur sem foreldrar geta nýtt í ýmsum tilgangi.