Beint í efni

Ferðalag Línu Langsokks

Sýningartími í Norræna húsinu hefur verið framlengdur til 6. maí 2013

Haustið 2012 hóf leikskólinn Vesturborg þátttöku í Comenius verkefni sem kallast „Pippis quest“ eða Ferðalag Línu. Comenius styrkir evrópsk samstarfsverkefni skóla, nemendaskipti, endurmenntun kennara, starfsþjálfun kennaranema og námsefnisgerð. Verkefnið er samstarfsverkefni milli skóla á Íslandi, í Slóveníu, Írlandi, Þýskalandi, Eistlandi og Spáni. Unnin eru verkefni þar sem Lína Langsokkur er í aðalhlutverki. Lína Langsokkur kynnir sér öll löndin og skólarnir útbúa dagbók Línu Langsokks þar sem hún kynnir skóla viðkomandi landa ásamt landi og þjóð. Börnin á Vesturborg eru ásamt Línu Langsokk búin að fara um hverfið með hana og taka myndir af því sem þeim þykir áhugarvert auk þess sem þau tóku saman efni af netinu sem þau vildu hafa með í kynningunni. Í framhaldi var komið á fót sýningu á afrakstri verkefnis barnanna á Vesturborg, í Barnahelli Norræna hússins á Barnamenningarhátíð. Sýningartíminn hefur nú verið framlengdur til 6. maí.