Beint í efni

Að heiman og heim

Þann fyrsta júní næstkomandi verður haldið málþing til heiðurs rithöfundinum Guðbergi Bergssyni í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Málþingið er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2013. Þar verður sjónum beint að verkum Guð­bergs í alþjóðlegu sam­hengi og sækir glæsi­legur hópur erlendra fræðimanna, rit­höfunda og þýðenda Ísland heim til heiðurs skáldinu en einnig munu íslenskir fræðimenn og rit­höf­undar taka þátt í dag­skránni. Þingið stendur frá kl. 9:45 til 16:30 og er öllum opið á meðan húsrúm leyfir. Meðal fyr­ir­lesara eru rit­höf­und­arnir Colm Tóibín og Lucía Costa Gomes, bók­mennta­fræð­ing­arnir Ást­ráður Eysteinsson, Birna Bjarna­dóttir og Ármann Jak­obsson og þýð­end­urnir Enrique Bér­n­ardez,  Massimo Rizzante, Eric Boury og Hans Brükner. Meðal þess sem ber á góma eru þýð­ingar á verkum Guð­bergs, fag­ur­fræði hans og „leitin að landinu fagra“, samtal skáld­skapar hans við verk yngri skálda og sá leið­angur sem list skáldsins hefur bæði tekist á hendur og fer með les­andann í. Að þinginu standa Stofnun Vig­dísar Finn­boga­dóttur í erlendum tungu­málum,  Íslensku­deild Manitobahá­skóla, Reykjavík Bók­menntaborg UNESCO, Mennta– og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið, Utan­rík­is­ráðu­neytið , Bók­mennta– og list­fræði­stofnun Háskóla Íslands, Hug­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands og Grindavíkurbær.

Dagskrá:

09:45-10:00 Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna í tungumálum setur ráðstefnuna 10:00-10:30 Colm Tóibín, writer and Mellon Professor in the Department of English and Comparative Literature at Columbia University: “Home: Wherever That May Be − Exile and Return in Irish Fiction“ 10:30-11:00 Birna Bjarnadóttir, forstöðumaður Íslenskudeildar Manitobaháskóla: “Visions From an Expedition“ 11:00-11:30 Eric Boury, þýðandi: “Authors and Translators − Wondrous Birds of the Same Ilk” 11:30-12:00 Hans Brückner, myndlistamaður og þýðandi: “Visual Artist’s Translation of Flatey–Freyr: A Short Story in Three Parts” 12:00-13:30 Hádegishlé 13:30-14:00 Massimo Rizzante, rithöfundur, þýðandi og prófessor við Università degli Studi di Trento, Ítalíu: “Childhood, Youth and Other Eternities − Notes on The Swan“ 14:00-14:30 Enrique Bernárdez, þýðandi og prófessor við Universidad Complutense, Spáni: “The Art of Telling Stories − From Don Quijote (and Before) to Tómas Jónsson (and Beyond)" 14:30-15:00 Ármann Jakobsson, rithöfundur og prófessor við Háskóla Íslands: “The Sea, the Sea: The Frogman and the Aesthetics of the Elements” 15:00-15:15 Hlé 15:15-16:00 Pallborð: Íslenskir rithöfundar ræða tengsl sín við höfundarverk Guðbergs. Höfundarnir eru Eiríkur Guðmundsson, Haukur Ingvarsson og Kristín Ómarsdóttir. Oddný Eir Ævarsdóttir stjórnar umræðum. 16:00-16:30 Heiðursdoktorsathöfn / Doctor Honoris Causa Ceremony 16:00-16:20 Ástráður Eysteinsson, prófessor og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands: “Guðbergur Bergsson‘s Floating Island” Geir Sigurðsson, dósent og aðstoðarforseti deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Íslands, veitir viðurkenninguna Guðbergur Bergsson, Heiðursdoktor, ávarpar samkomuna Geir Sigurðsson lokar ráðstefnunni Sjá nánar á  heimasíðu þingsins.