Beint í efni

The Art of Being Icelandic

Sýning tileinkuð íslenskum bókmenntum og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur og hádegisdagskrár í Hörpu

Þann 28. júní opnaði sýningin The Art of Being Icelandic í Tjarnarsal Ráðhússins. Sýningin, sem er samstarfsverkefni Ráðhússins, Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO og Miðstöðvar íslenskra bókmennta, beinir sjónum að íslenskum bókmenntum í þýðingum en umgjörð hennar er íslensk hönnun. Þar gefur meðal annars að líta stóla Valdimars Harðarsonar, Sóley, en stóllinn á 30 ára afmæli í ár, og önnur stofuhúsgögn sem gestir geta tyllt sér í á meðan gluggað er í íslenska bók. Á sumrin kemur mikill fjöldi erlendra ferðamanna í Ráðhúsið, meðal annars  til að skoða Íslandskortið sem þar er, og gefst þessum gestum nú einnig kostur á að kynna sér bókmenntir sögueyjunnar í umgjörð íslenskrar hönnunar. Á sýningunni verður skáldskapur af öllum toga í brennidepli, svo og bækur um Ísland sem gefnar eru út hér á landi. Verk íslenskra höfunda koma nú út í þýðingum í vaxandi mæli víða um heim, en mikilvægt skref í því ferli var tekið með útgáfu um 200 íslenskra titla í Þýskalandi í tengslum við heiðurssess Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt árið 2011. Í Ráðhúsinu er einnig hægt að setjast á skáldabekk og hlusta á upplestur á íslenskum ljóðum og sögubrotum á ensku en Bókmenntaborgin hefur komið allnokkrum slíkum bekkjum fyrir úti í borgalandinu.  Þá verður vakin athygli á því sem Bókmenntaborgin Reykjavík hefur upp á að bjóða fyrir erlenda ferðamenn, svo sem bókmenntagöngur, snjallsímaforrit, söfn og fleira. Sýningarstjóri  The Art of Being Icelandic er Ingi Thor Jónsson og hönnuður er Sigrún Gréta Heimisdóttir. Eins og áður sagði opnar sýningin föstudaginn 28. júní og stendur hún til 28. júlí. Ráðhúsið er opið frá kl. 8 til 19 virka daga og frá kl. 12 til 18 um helgar. Samhliða sýningunni verður hádegisdagskrá í Munnhörpunni í Hörpu alla fimmtudaga í júlí. Þar mun íslenskur höfundur spjalla við gesti á ensku og lesa úr eigin verkum. Andri Snær Magnason ríður á vaðið 4. júlí, þann 11. júlí spjallar Vilborg Davíðsdóttir við gesti, Auður Ava Ólafsdóttir þann 18. og Yrsa Sigurðardóttir rekur lestina 25. júlí. Þessi dagskrá er öllum opin og ekkert kostar inn, en gestir geta gætt sér á veitingum Munnhörpunnar á meðan þeir hlýða á höfundaspjallið.

Dagskráin í Hörpu:

Fimmtudagur 4. júlí kl. 12: Andri Snær Magnason: From Sci Fi to Supermarket Poetry Andri Snær Magnason will read from his books, recently published in English – the Story of the Blue Planet, a children’s book for all ages and from LoveStar, his Sci Fi novel that just received a Philip K. Dick nomination.  Andri will talk about these books and also give a little insight into his early work like Bonus Poetry, published by Bónus Supermarkets in Iceland and from Dreamland – his non fiction book for which he was awarded the Icelandic Literary Prize for the second time. Fimmtudagur 11. júlí kl. 12:

Vilborg Davíðsdóttir: Strong Women in the Viking- and English Age in Iceland

Vilborg will talk about her recent works, telling the story of the spectacular woman, Audur the Deepminded, who came to Iceland from the British Isles, fleeing violent conflict in Scotland between the Norse Vikings and the native Picts and Scots. Also, she will read from On the Cold Coasts, a novel based on actual events that took place in the 15th century, during a time called the English Age in Icelandic history.  Vilborg Davíðsdóttir has a thorough knowledge and insight into the history and lives of the people who lived in this era. “She tells the Icelandic Sagas from the women’s point of view”, claims a literary critic. Fimmtudagur 18. júlí kl. 12:

Auður Ava Ólafsdóttir: The Interests of an Anti-Viking; Sex, Death and Cultivating Roses

The writer Audur Ava Olafsdottir discusses her novels, in particular the best- seller The Greenhouse (Rosa Candida in French, Italian, Spanish and Dutch), which is being translated into 21 languages, including Chinese and Arabic. The Greenhouse won the Prix de Page Award as the best European novel published in France in 2010 and the Prix Page des Libraires in Québec, Canada. “At once wryly observant and sweetly comic, The Greenhouse is a meditation on such sweeping themes as sex, death, becoming a parent, manhood, and finding a place for oneself in the world which doesn’t once fall prey to cloying generalizations or cliche.” Fimmtudagur 25. júlí kl. 12:

Yrsa Sigurðardóttir: Can Iceland be the Scene of a Crime?

Yrsa Sigurðardóttir is one of Iceland‘s best known crime story writers. Her novels are immensely popular with local readers and they have also gained critical acclaim and popularity abroad. The central character in her series is the lawier Thóra Gudmunsdóttir, who‘s office is just up the road from Harpa here in central Reykjavik. Yrsa will read from her books in English and talk about her novels, with a special emphasis on how it feels to be a crime story writer in a country that is blessed with a low number of violent crime. Yrsa Sigurðardóttir‘s novels have been translated to numerous languages and are published in According to the British newspaper  The Times, she is one of the best Nordic crime story writers today.