Beint í efni

Átta nýjar Bókmenntaborgir UNESCO

Í dag, þriðjudaginn 31. október 2017, var tilkynnt að 64 borgir hafi hlotið inngöngu í samstarfsnet Skapandi borga UNESCO og þar af eru átta nýjar Bókmenntaborgir. Við útnefninguna sagði Irina Bokova, framkvæmdastjóri UNESCO, m.a. að þessar nýju útnefningar feli í sér aukinn fjölbreytileika borga innan samstarfsnetsins og landfræðilega útvíkkun þar sem nítján borganna eru í löndum sem ekki voru fyrir í netinu. Einnig fagnaði hún því sérstaklega að níu borgir sem nú bætast við samstarfsnetið eru í Afríku en UNESCO hefur lagt áherslu á bæta stöðu þessa heimssvæðis innan netsins. 

Bókmenntaborgirnar nýju eru Bucheon í Suður Kóreu, Durban í Suður Afríku, Lillehammer í Noregi, Manchester á Englandi, Mílanó á Ítalíu, Qubec City í Kanada, Seattle í Bandaríkjunum og Utrecht í Hollandi. Við hér í Reykjavík bjóðum þessar nýju systurborgir okkar velkomnar í samstarfsnetið og hlökkum til að vinna með þeim á komandi misserum. Með þessari stækkun eru Bókmenntaborgirnar orðnar 28 og eru þær nú hluti af samstarfsneti 180 Skapandi borga UNESCO í 72 löndum.

Það er sérstakt ánægjuefni að önnur borg á Norðurlöndum hafi verið útnefnd Bókmenntaborg, en Reykjavík var eina norræna Bókmenntaborgin þar til Lillehammer bættist í hópinn í dag. Auk Lillehammer hlutu Kolding í Danmörku og Nörrköping í Svíþjóð útnefningu, sú fyrri sem Hönnunarborg UNESCO og sú síðari sem Tónlistarborg. Norrænu borgirnar eru þar með orðnar sex, fyrir voru Reykjavík (bókmenntir), Östersund (matagerðarlist), Bergen (matargerðarlist) og Helsinki (hönnun).

Eftirtaldar borgir hlutu útnefningu sem Skapandi borgir UNESCO í dag:

Alba (Ítalía) – Matagerðarlist

Almaty (Kazakhstan) - Tónlist

Amarante (Portúgal) – Tónlist

Auckland (Nýja Sjáland) – Tónlist

Baguio City (Filipseyjar) – Handverk og alþýðulist

Barcelos (Portúgal) – Handverk og alþýðulist

Braga (Portugal) – Margmiðlunarlist

Brasilia (Brasilía) – Hönnun

Bristol (Bretland) – Kvikmyndalist

Brno (Tékkland) – Tónlist

Bucheon (S-Kórea) – Bókmenntir

Buenaventura (Kólumbía) – Matagerðarlist

Kairó (Egyptaland) – Handverk og alþýðulist

Cape Town (Suður Afríka) – Hönnun

Carrara (Ítalía) – Handverk og alþýðulist

Changsha (Kína) – Margmiðlunarlist

Chennai (Indland) – Tónlist

Chiang Mai (Tæland) – Handverk og alþýðulist

Chordeleg (Ekvador) – Handverk og alþýðulist

Cochabamba (Bólivía) – Matagerðarlist

Daegu Metropolitan City (S-Kórea) – Tónlist

Dubai (Sameinuðu arabísku furstadæmin) – Hönnun

Durban (Suður Afríka) – Bókmenntir

Frutillar (Chile) – Tónlist

Gabrovo (Búlgaría) – Handverk og alþýðulist

Greater Geelong (Ástralía) – Hönnun

Guadalajara (Mexíkó) – Margmiðlunarlist

Hatay (Tyrkland) – Matagerðarlist

Istanbul (Tyrkland) - Hönnun

João Pessoa (Brasilía) – Handverk og alþýðulist

Kansas City (Bandaríkin) – Tónlist

Kolding (Danmörk) – Hönnun

Kortrijk (Belgía) – Hönnun

Košice (Slóvakía) – Margmiðlunarlist

Kütahya (Tyrkland) – Handverk og alþýðulist

Lillehammer (Noregur) – Bókmenntir

Limoges (Frakkland) – Handverk og alþýðulist

Łódź (Pólland) – Kvikmyndalist

Macao (Kína) – Matagerðarlist

Madaba (Jórdanía) – Handverk og alþýðulist

Manchester (Bretland) – Bókmenntir

Mexíkóborg (Mexíkó) – Hönnun

Mílanó (Ítalía) – Bókmenntir

Morelia (Mexíkó) – Tónlist

Norrköping (Svíþjóð) – Tónlist

Ouagadougou (Burkina Faso) – Handverk og alþýðulist

Panama City (Panama) – Matagerðarlist

Paraty (Brasilía) – Matagerðarlist

Pesaro (Ítalía) – Tónlist

Porto-Novo (Benin) – Handverk og alþýðulist

Praia (Cabo Verde) – Tónlist

Qingdao (Kína) – Kvikmyndalist

Québec City (Kanada) – Bókmenntir

San Antonio (Bandaríkin) – Matagerðarlist

Seattle (Bandaríkin) – Bókmenntir

Sheki (Azerbaijan) – Handverk og alþýðulist

Sokodé (Togo) – Handverk og alþýðulist

Terrassa (Spánn) – Kvikmyndalist

Tétouan (Marokkó) – Handverk og alþýðulist

Toronto (Kanada) – Margmiðlunarlist

Túnis (Túnis) – Handverk og alþýðulist

Utrecht (Holland) – Bókmenntir

Wuhan (Kína) – Hönnun

Yamagata (Japan) – Kvikmyndalist

Bókmenntaborgir unesco

Bókmenntaborgir UNESCO eru: Edinborg (frá 2004), Melbourne (frá 2008), Iowa City (frá 2008), Dublin (frá 2010), Reykjavík (frá 2011), Norwich (frá 2012), Kraká (frá 2013), Dunedin (frá 2014), Heidelberg (frá 2014), Prag (frá 2014), Granada (frá 2014), Baghdad (frá 2015), Barcelona (frá 2015), Lviv (frá 2015), Ljubljana (frá 2015), Montevideo (frá 2015), Obidos (frá 2015), Nottingham (frá 2015), Tartu (frá 2015), Ulyanovsk (frá 2015), Bucheon (frá 2017), Durban (frá 2017), Lillehammer (frá 2017), Manchester (frá 2017), Mílanó (frá 2017), Qubec City (frá 2017), Seattle (frá 2017) og Utrecht (frá 2017).

Sjá nánar um Skapandi borgir UNESCO, UNESCO Creative Cities Network.