Beint í efni

Auglýst eftir umsóknum um nýræktarstyrki

Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um Nýræktarstyrki. Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl næstkomandi. Nýræktarstyrkir eiga að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap af öllum toga. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum höfunda, til dæmis sögum, ljóðum, barnaefni, leikritum og fleiru. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að finna á www.islit.is. Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir hér á landi og erlendis og stuðla að útbreiðslu þeirra. Jafnframt veitir Miðstöð íslenskra bókmennta útgáfu- og þýðingastyrki.