Komið er að hinum árlega bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda í Perlunni, bókaunnendum til mikillrar gleði. Opnar hann dyr sínar föstudaginn 22. febrúar. Úrvalið verður sérstaklega ríkulegt þetta árið og hefur bókafjöldinn aldrei verið jafn mikill í 60 ára sögu markaðarins, samkvæmt tilkynningu Félags íslenskra bókaútgefenda, en þar kemur fram að í boði verði um 20% fleiri bækur en undanfarin ár. Bókamarkaðurinn á sér langa hefð og hefur verið haldinn á hinum ýmsu stöðum síðan 1950, en undanfarin ár hefur hann átt heimili sitt í Perlunni. Á markaðinum er hægt er að nálgast allar þær bækur sem fáanlegar eru í landinu og þar birtast ýmsar gersemar úr útgáfusögu fyrri áratuga sem ekki hafa sést á markaði um langt skeið. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður haldinn í Perlunni 22. febrúar til 10. mars 2013. Opið er alla daga frá 10-18.