Beint í efni

Bókamarkaðurinn á nýjum stað

Nú andar vel um hinn árlega Bókamarkað Félags íslenskra bókaútgefenda, sem opnar á morgun á nýjum stað – við Laugardalsvöllinn, undir stúkunni (gengið inn um suðurendann) – klukkan 10.00. Úrval bóka er að venju glæsilegt og þar að auki býður ný staðsetning upp á stórbætt aðgengi fyrir viðskiptavini. Húsakynnin eru rúmgóð og næg bílastæði fyrir utan. Á markaðinum hægt er að nálgast nær allar þær bækur sem fáanlegar eru í landinu og þar birtast ýmsar gersemar sem sjást ekki öllu jafna í verslunum. Kaffiþyrstir þurfa ekki heldur að örvænta, því bókakaffihús verður á staðnum. Markaðurinn verður opinn dagana 21. febrúar til 9. mars frá kl. 10:00-18:00.

Ný staðsetning, ný Facebook síða

Ný Facebook síða hefur verið stofnuð í nafni Bókamarkaðarins og þar má fylgjast með fréttum af markaðinum á meðan á honum stendur: https://www.facebook.com/bokamarkadurinn