Beint í efni

Bókamessa í Bókmenntaborg

Helgina 23. – 24. nóvember verður Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í þriðja sinn. Messan verður sem fyrr í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem útgefendur sýna bækur sínar og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá. Messan er samstarfsverkefni Félags íslenskra bókaútgefenda og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Bókamessan verður opin frá kl. 12:00 – 18:00 báða dagana og húsið verður iðandi af lífi. Höfundar lesa úr verkum sínum, sögupersónur mæta í heimsókn, boðið verður upp á lifandi tónlist, tískusýningu, förðun, legósmiðju, sögustundir, fræðandi erindi og umræður um nýjar bækur. Gestir geta skorið á Gunnar Helgason í fótboltaspili, spreytt sig á að skrifa upp texta eftir handriti úr fórum Árna Magnússonar, teiknað brosmyndir, lært puttaprjón og tekið þátt í að prjóna trefilinn endalausa, eða bara hreiðrað um sig í lestrarhorninu og lesið. Ekki má svo gleyma sjálfri bókasýningunni, en í Ráðhúsinu gefst einstakt tækifæri til að kynna sér útgáfu ársins, spjalla við útgefendur og höfunda og spá í bækur um allt milli himins og jarðar. Sjá dagskrá Bókamessu í Bókmenntaborg 2013