Beint í efni

Bókmenntagöngur í Garðabæ

Bókasafn Garðabæjar í samstarfi við menningar- og safnanefnd Garðabæjar bryddar upp á þeirri nýjung nú á vordögum að bjóða í  sögugöngur þar sem gengið er um Garðabæ og Vífilsstaði og um leið verður fjallað um bækur þar sem sögusviðið  er Garðabær og nágrenni.  Fyrstu göngurnar verða farnar þann  5. og 8. maí næstkomandi Kristín Helga Gunnarsdóttir Laugardaginn 5. maí kl. 11 verður gengið með Kristínu Helgu Gunnarsdóttur um sögusvið bókanna um Binnu og Móa hrekkjusvín, en þær sem  gerast í Garðabæ, nánar tiltekið í Silfurtúni. Kristín Helga segir frá tilurð bókanna og skoðar Garðahreppinn sem breyttist í bæ. Einnig verður spjallað um barnið í úthverfinu út frá veröld Fíusólar.   Þetta er hugsað sem fjölskylduganga sem bæði börn og fullorðnir geta tekið þátt í og haft gaman af. Lagt verður af stað frá bókasafninu kl. 11. Einar Már Guðmundsson Þriðjudaginn  8. maí verður farið í göngu með Einari Má Guðmundssyni rithöfundi um Vífilsstaði. Lagt verður af stað frá bókasafninu kl. 16:30 en einnig er hægt að mæta beint á Vífilsstaði kl. 17:15. Í sögugöngunni mun Einar fjalla um tilurð og sögusvið bókar sinnar Draumar á Jörðu sem gerist að miklu leyti á Vífilsstöðum.  Sagan segir frá Sæunni sem liggur fyrir dauðanum á berklahælinu að Vífilsstöðum. Fyrirmynd hennar er Guðbjörg Guðmundsdóttir, föðursystir skáldsins, sem dó aðeins tuttugu og fjögurra ára gömul. Bókin er ein þriggja bóka Einars úr sagnaflokki sem út kom á árunum 1997- 2002. Þetta eru bækurnar Fótspor á himnum (1997) Draumar á Jörðu (2000) og Nafnlausir dagar (2002)