Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana eru nú veitt í 14. sinn frá árinu 2000. Félag starfsfólks bókaverslana heldur utan um verðlaunin hverju sinni og kjörgengir eru starfsmenn í bókaverslunum, þeim sem versla með bækur allan ársins hring. Hér að neðan gefur að líta lista yfir eftirlætisbækur íslenskra bóksala þetta árið:
Besta íslenska skáldsagan
- Sjón: Mánasteinn. Útg. JPV
- Jón Kalman Stefánsson: Fiskarnir hafa enga fætur. Útg. Bjartur
- Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir: Stúlka með maga. Útg. JPV
Besta íslenska táningabókin
- Andri Snær Magnason: Tímakistan. Útg. Mál og menning
- Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson: Draumsverð. Útg. Vaka-Helgafell
- Sif Sigmarsdóttir: Freyju saga – Múrinn. Útg. Mál og menning
Besta íslenska barnabókin
- Vilhelm Anton Jónsson: Vísindabók Villa. Útg. JPV
- Eva Einarsdóttir: Saga um nótt. Útg. Töfraland
- Lani Yamamoto: Stína Stórasæng. Útg. Crymogea
Besta handbókin / fræðibókin
- Guðbjörg Kristjánsdóttir: Íslenska teiknibókin. Útg. Crymogea
- Aðalsteinn Ingólfsson: Karólína Lárusdóttir. Útg. JPV
- Svanhildur Óskarsdóttir: 66 handrit úr fórum Árna M. Útg. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Besta ljóðabókin
- Bjarki Karlsson: Árleysi alda. Útg. Uppheimar
- Þorsteinn frá Hamri: Skessukatlar. Útg. Mál og menning
- Maazen Maarouf: Ekkert nema strokleður. Útg. Dimma
Besta þýdda skáldsagan
- Fredrik Backman (þýð. Jón Daníelsson): Maður sem heitir Ove. Útg. Veröld
- Khaled Hosseini (þýð. Ísak Harðarson): Og fjöllin endurómuðu. Útg. JPV
- Jonas Jonasson (þýð. Páll Valsson): Ólæsinginn sem kunni að reikna. Útg. JPV
Besta þýdda táningabókin
- Veronica Roth (þýð. Magnea J. Matthíasdóttir): Afbrigði. Útg. 2013
- Mats Strandberg, Sara Bergmark Elfgren (þýð. Þórdís Gísladóttir): Eldur. Útg. Bjartur
- Kenneth Bøgh Andersen (þýð. Harpa Jónsdóttir): Lærlingur djöfulsins. Útg. Björt
Besta þýdda barnabókin
- David Walliams (þýð. Guðni Kolbeinsson): Amma Glæpon. Útg. Bókafélagið
- Rakel Helmsdal (þýð. Þórarinn Eldjárn): Veiða vind. Útg. Mál og menning.
- Aino Havukainen (þýð. Þórdís Gísladóttir): Undarlegar uppfinningar Breka og Dreka. Útg. Bjartur
Besta ævisagan
- Sigrún Pálsdóttir: Sigrún og Friðgeir. Útg. JPV
- Jónína Leósdóttir: Við Jóhanna. Útg. Mál og menning
- Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir: Alla mína stelpuspilatíð. Útg. Mál og menning