Beint í efni

Bókmenntir og orðlist á Listahátíð 2012

Listahátíð í Reykjavík verður haldin frá 18. maí til 3. júní. Meðal fjölmargra dagskrárliða á hátíðinni eru bókmenntatengdir viðburðir og hér má sjá það helsta á þeim vettvangi. HÚSLESTRAR Höfundar bjóða heim í húslestra í fjórða sinn á Listahátíð í Reykjavík og nú er bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða einnig upp á slíka dagskrá á þýsku í samstarfi við Sögueyjuna Ísland. Takmarkaður miðafjöldi er á hvern húslestur þar sem þeir fara flestir fram heima hjá skáldunum, en miðana má kaupa á vef Listahátíðar. Dagskrá húslestranna er sem hér segir: Þórarinn Leifsson: Götumálari á krossgötum Drafnarstíg 2a, 101 Reykjavík (inngangur snýr að Ránargötu) Á horni Drafnarstígs og Ránargötu býr götumálari á krossgötum. Í skúffunum hans ægir öllu saman eins og í litatöskunni í gamla daga: drög að skáldsögum, barnasögum, leikritum, þýðingum og gömlum teikningum. Gestir fá að slást í för með honum út í óvissuna. 26. maí kl. 15:00. Anton Helgi Jónsson: Eitt og annað ljóð Bergstaðastræti 60, 101 Reykjavík Í húslestrinum verður einkum boðið upp á ljóð, sum gamansöm og önnur fremur alvarleg. Án efa fá gestir að heyra einsöng án undirleiks sem og aðrar hugleiðingar skáldsins um lífið og tilveruna. Einnig munu hljóma nokkrar raddir af ættarmóti. Þá verða lesnir örstuttir sögukaflar og jafnvel lætt inn einni eða tveimur limrum. Allt þetta mun skáldið síðan tengja saman eftir bestu getu með eigin útskýringum. 26. maí kl. 16:00 Hallgrímur Helgason: Frá 10 gráðum að 1000 ráðum  Starmýri 2a, 108 Reykjavík Lesið verður úr nýlegum skáldsögum í bland við óbirt ljóð og kvæði, undir augliti myndverka.  Húslestur Hallgríms er í vinnustofu hans í Starmýri 2a. Gengið er á milli tveggja hvítra atvinnuhúsa að dyrum hvar yfir stendur: Post. 26. maí kl. 14:00 Guðmundur Andri Thorsson: Úr Næstu bók Blikastíg 14, Álftanesi Fari allt að óskum verður lesið úr Næstu bók. En hver og hvernig hún verður kemur í ljós – vonandi. Kannski söguleg skáldsaga um drykkfellt skáld á 19. öld sem bjargar ungum dreng frá glötun. Kannski skáldsaga í bundnu máli um konu á Akureyri og karl í Hafnarfirði sem unnast en fá ekki að eigast. Kannski löng skáldsaga um Ætt. Kannski erlendar ljóðaþýðingar. Og kannski bara framhaldið af Valeyrarvalsinum ... 28. maí kl. 16:00 Margrét Örnólfsdóttir:  Opið innbrot Þingholtsbraut 80, Kópavogi Börn og unglingar eru spennandi fólk og eitt helsta áhugamál gestgjafans er að brjótast inn í þeirra hugarheima í gegnum bækur og bíómyndir og fara frjálslega með staðreyndir um tilfinningar, leyndarmál og innstu þrár. Gestum er boðið að taka þátt í þessari vafasömu iðju og kynnast íslenska auðmannssyninum Ara, kínverska þrælabarninu Jinghua og Aþenu sem er bara venjuleg stelpa í Reykjavík en samt alveg ein sinnar tegundar að ógleymdum pörupiltinum Steini sem er sendur til betrunarvistar hjá ömmu í Vestmannaeyjum. Að lokum er von á leynigesti úr leikverki í smíðum sem af augljósum ástæðum verður ekki kynntur frekar en að segja að hann tilheyri dýraríkinu. 28. maí kl. 15:00 Ragna Sigurðardóttir: Hafmeyjar og náttúruandar Blikastíg 3, Álftanesi Persónur í sögum Rögnu; hafmeyjar og náttúruandar, rússneskir málverkafalsarar og starfmenn Bónusverslana verða kynntar fyrir gestum. Hjónin Ragna og Hilmar Örn Hilmarsson sjóða saman texta og tóna í sameiginlegum bræðingi og Hilmar Örn býður gestum í Krummaskuð þar sem hann sviptir hulunni af leyndardómum kvikmyndatónsmíða. 28. maí kl. 17:00 Steinunn Sigurðardóttir: Hinstu rök tilverunnar Mímisvegi 2, 101 Reykjavík Hér verður fjallað um hinstu rök tilverunnar. Er hægt að lækna gömul sár? Hvað um þá kenningu Marks Twain að sárin grói með tímanum, en að hann sé afleitur lýtalæknir. 28. maí kl. 14:00 Einar Kárason: Húslestur á þýsku Iðnó, risloft, Vonarstræti 3 Nýmæli í ár eru þrír húslestrar á þýsku en margir íslenskir höfundar eiga fjölda aðdáenda utan landsteinanna. Þrjú skáld bjóða í húslestra sem fram fara á þýsku eftir góðar viðtökur í haust þegar Ísland var heiðursgestaland á bókasýningunni í Frankfurt. Þýskir húslestrar eru í samstarfi við Sögueyjuna Ísland. Hauslesungen in deutscher Sprache auf dem Reykjavík Arts Festival 2012 Zum literarischen Programm gehören die Hauslesungen bei den Autoren, die seit drei Jahren abgehalten werden und sich großer Beliebtheit erfreuen. Sie bieten den Lesern isländischer Literatur die außergewöhnliche Gelegenheit, bekannte isländische Autoren zu Hause zu besuchen und bei einer Lesung und anschließender Diskussion persönlich kennen zu lernen. In diesem Jahr werden auf dem Reykjavík Arts Festival in Zusammenarbeit mit Sagenhaftes Island zum ersten Mal Lesungen in deutscher Sprache stattfinden. Es handelt sich um einzigartige Veranstaltungen, deren Teilnehmerzahl von der Größe des Wohnzimmers des jeweiligen Autors abhängig ist. In den vergangenen Jahren war die Nachfrage größer als Sitzplätze vorhanden waren. Auf den Hauslesungen herrscht eine gemütliche und private Atmosphäre, berühmte isländische Autoren lesen Ausschnitte aus den eigenen Werken und diskutieren mit ihren Gästen darüber. Dabei werden die verschiedensten Texte vorgestellt, neben Romanen auch Gedichte, Kinderbücher und unveröffentlichte Texte. 30. maí kl. 17 Yrsa Sigurðardóttir: Húslestur á þýsku Selbraut 80, Seltjarnarnesi Nýmæli í ár eru þrír húslestrar á þýsku en margir íslenskir höfundar eiga fjölda aðdáenda utan landsteinanna. Þrjú skáld bjóða í húslestra sem fram fara á þýsku eftir góðar viðtökur í haust þegar Ísland var heiðursgestaland á bókasýningunni í Frankfurt. Þýskir húslestrar eru í samstarfi við Sögueyjuna Ísland. Hauslesungen in deutscher Sprache auf dem Reykjavík Arts Festival 2012 Zum literarischen Programm gehören die Hauslesungen bei den Autoren, die seit drei Jahren abgehalten werden und sich großer Beliebtheit erfreuen. Sie bieten den Lesern isländischer Literatur die außergewöhnliche Gelegenheit, bekannte isländische Autoren zu Hause zu besuchen und bei einer Lesung und anschließender Diskussion persönlich kennen zu lernen. In diesem Jahr werden auf dem Reykjavík Arts Festival in Zusammenarbeit mit Sagenhaftes Island zum ersten Mal Lesungen in deutscher Sprache stattfinden. Es handelt sich um einzigartige Veranstaltungen, deren Teilnehmerzahl von der Größe des Wohnzimmers des jeweiligen Autors abhängig ist. In den vergangenen Jahren war die Nachfrage größer als Sitzplätze vorhanden waren. Auf den Hauslesungen herrscht eine gemütliche und private Atmosphäre, berühmte isländische Autoren lesen Ausschnitte aus den eigenen Werken und diskutieren mit ihren Gästen darüber. Dabei werden die verschiedensten Texte vorgestellt, neben Romanen auch Gedichte, Kinderbücher und unveröffentlichte Texte. 31. maí kl. 17:00 Kristín Marja Baldursdóttir: Húslestur á þýsku Iðnó, risloft, Vonarstræti 3 Nýmæli í ár eru þrír húslestrar á þýsku en margir íslenskir höfundar eiga fjölda aðdáenda utan landsteinanna. Þrjú skáld bjóða í húslestra sem fram fara á þýsku eftir góðar viðtökur í haust þegar Ísland var heiðursgestaland á bókasýningunni í Frankfurt. Þýskir húslestrar eru í samstarfi við Sögueyjuna Ísland. Hauslesungen in deutscher Sprache auf dem Reykjavík Arts Festival 2012 Zum literarischen Programm gehören die Hauslesungen bei den Autoren, die seit drei Jahren abgehalten werden und sich großer Beliebtheit erfreuen. Sie bieten den Lesern isländischer Literatur die außergewöhnliche Gelegenheit, bekannte isländische Autoren zu Hause zu besuchen und bei einer Lesung und anschließender Diskussion persönlich kennen zu lernen. In diesem Jahr werden auf dem Reykjavík Arts Festival in Zusammenarbeit mit Sagenhaftes Island zum ersten Mal Lesungen in deutscher Sprache stattfinden. Es handelt sich um einzigartige Veranstaltungen, deren Teilnehmerzahl von der Größe des Wohnzimmers des jeweiligen Autors abhängig ist. In den vergangenen Jahren war die Nachfrage größer als Sitzplätze vorhanden waren. Auf den Hauslesungen herrscht eine gemütliche und private Atmosphäre, berühmte isländische Autoren lesen Ausschnitte aus den eigenen Werken und diskutieren mit ihren Gästen darüber. Dabei werden die verschiedensten Texte vorgestellt, neben Romanen auch Gedichte, Kinderbücher und unveröffentlichte Texte. 1. júní kl. 17:00 SPLUNKUNÝTT LEIKRIT Í haust pöntuðu Listahátíð í Reykjavík og Útvarpsleikhúsið fjögur ný leikverk af íslenskum leikritahöfundum og afraksturinn verður frumsýndur á Listahátíð á óvenjulegum sýningarstöðum. Í framhaldinu verða verkin þróuð fyrir Útvarpsleikhúsið og flutt þar næsta vetur. Höfundarnir eru Hrafnhildur Hagalín, Jón Atli Jónasson, Sigtryggur Magnason og hópurinn Kviss Búmm Bang, sem skipaður er þeim Evu Björk Kaaber, Evu Rún Snorradóttur og Vilborgu Ólafsdóttur. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að efla íslenska leikritun og gera íslenskum leikskáldum og leikstjórum kleift að þróa nýskrifuð leikrit og gefa þeim nýjar víddir allt frá sýningum í hráu rými fyrir áhorfendur yfir í fullbúin útvarpsverk. Höfundarnir hafa fengið til liðs við sig reynda leikstjóra og leikara til að sviðsetja verkin á stöðum sem falla að innihaldi hvers þeirra, en hafa ekki áður verið notuð fyrir leikhús. Á sýningunum fá gestir að sjá með það sem útvarpshlustendum er venjulega hulið, en takmarkaður fjöldi áhorfenda kemst fyrir á hverri sýningu. Leikverkin verða einnig tekin upp og þeim útvarpað og í framhaldinu fá listamennirnir tækifæri til að vinna verkin áfram og þróa fyrir Útvarpsleikhúsið með öllum meðulum þess miðils. Leikstjórar verkanna eru Kristín Eysteinsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Stefán Hallur Stefánsson og Kviss Búmm Bang. Endurmenntun Háskóla Íslands í samvinnu við Listahátíð og Útvarpsleikhúsið býður ennfremur námskeið þar sem þátttakendur verða leiddir inn í huliðsheima útvarpsleiklistarinnar og fá að kynnast þessum fjórum nýju leikritum, sem og höfundum þeirra. Sjá nánar um námskeiðið hér Sýningarstaðir og -tímar: Tókstu eftir himninum Laugar Spa: 23. maí kl. 20, 23. maí kl. 21, 26. maí kl. 16, 26 maí kl. 17 Trans Strawberries, Lækjargötu 6a: 21. maí kl. 19, 26. maí kl. 13 Viskí tangó Fornbókabúðin Bókin Klapparstíg 25-7: 22. maí kl. 20, 26. maí kl. 14 Opið hús Hverfisgötu 42, 4. Hæð: 24. Maí kl. 20, 26. Maí kl. 15 GAMLI MAÐURINN OG HAFIÐ Brúðusýning fyrir fullorðna í leikgerð Bernd Ogrodnik Gamall maður, lítill bátur, risastór fiskur og hið óendanlega haf. Sígild saga Ernest Hemingway um epíska baráttu er hér sögð gegnum ljóðrænan miðil brúðuleikhússins í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Gamli maðurinn og hafið eftir Ernest Hemingway kom fyrst út árið 1952 og er eitt langlífasta verk hans. Sagan, sem sögð er á einfaldan en jafnframt kraftmikinn hátt, færði Hemingway bæði Pulitzer bókmenntaverðlaunin og bókmenntaverðlaun Nóbels. Bernd Ogrodnik vakti athygli á Listahátíðargesti árið 2006 með leikritinu Metamorphosis sem síðan hefur ferðast um heiminn við frábærar undirtektir. Hann færir nú sögu Hemingway á svið í fyrsta skipti í íslensku leikhúsi með brúðuleiksýningu fyrir fullorðna áhorfendur. Hið sígilda stef um manninn sem þarf að kljást við náttúruöflin og sýna hugrekki og dug við lífshættulegar aðstæður, á sér samhljóm meðal Íslendinga enda segir sagan að Hemingway hafi fundið innblástur fyrir bókina við lestur verks Gunnars Gunnarssonar, Aðventu, sem skrifuð var árið 1933 og var síðar þýdd yfir á ensku. Að sýningunni standa Brúðuheimar í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Sýningartímar: 20. maí kl. 17, 21. maí kl. 19:30, 22. maí kl. 19:30, 26. maí kl. 19:30