Beint í efni

Eva Kretschmer og Ulrike Olms í Reykjavík

Goethe-stofnunin í Danmörku úthlutar árlega tveimur styrkjum til þýskra rithöfunda og listamanna sem gefst þar með kostur á sex vikna dvöl í Reykjavík. Þannig dvaldi myndasagnahöfundurinn Dirk Schwieger í gestaíbúð Rithöfundasambandsins fyrri hluta sumars, en nú í júní og júlí eru það listakonurnar Eva Kretschmer og Ulrike Olms sem sækja borgina heim. Verkefnið er samstarf Goethe-stofnunnar og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Þær Eva og Ulrike eru búsettar í Berlín og hafa unnið saman að verkefnum á sviði grafíkur og textagerðar, þar á meðal Herrbarium (2008–2010), sem er nokkurs konar krufning á frummynd „herramannsins“. Eva er fædd árið 1981 og er grafískur hönnuður. Hún nam myndmiðlun og stofnaði hönnunarstofunna, hupe design brandenburg. Textasmiður tvíeykisins, Ulrike, fæddist við Eystrasaltið árið 1976. Hún stundaði nám í listasögu og bókmenntum og starfaði um skeið fyrir bókaútgáfur í Þýskalandi. Í verkum sínum feta þær Eva og Ulrike einstigið á milli texta og myndefnis. Þær sækja safnarabúðir og flóamarkaði og sanka að sér fjölskyldu- og orlofsmyndum af ókunnu fólki. Ljósmyndirnar eru síðan færðar í nýtt samhengi og búinn til við þær texti. Ein hugmyndanna sem þær hafa hrint í framkvæmd er svokallað „ljósmynda-slamm“; keppni í að raða saman ljósmyndum svo úr verði stutt frásögn. Þær stóðu fyrir slík dagskrá á bar í Berlín og naut hún mikillar hylli. Sjá viðtal sem Björn Kozempel tók við þær stöllur um fyrirætlanir þeirra á meðan á Íslandsdvöldinni. Á myndinni hér fyrir ofan eru þær Eva og Ulrike ásamt Birni Kozempel og verkefnastjórum Bókmenntaborgarinnar, Láru Aðalsteinsdóttur og Kristínu Viðarsdóttur. Eva og Ulrike óska eftir ljósmyndum frá Íslendingum til að nota í listsköpun sína. Hér eru skilaboð frá þeim um verkefnið: Hæ, We are two German artists staying in Reykjavik for 6 weeks. We are working together as a duo, creating combinations of found pictures and own texts. We play with word and visual images. For our art photography project we are looking for special pictures, private photography and snapshots from Icelandic people and their everyday life outside of yellow press or TV-media. Our idea is to create a small photo novel and make photo-textcollages. We do not want to make fun of your pictures or be abusive. We just have a big love and fascination for old picture or sometimes bizarre motives. You will definitely get back your pictures after we copy or scan your image. We are planning to make a little exhibition and publication out of it. Please contact us, if you like to support our project and if you want to provide your pictures for us. We are looking forward to hearing from / seeing you. Kærar þakkir! Ulrike and Eva Please contact us: +354 8469879 Email: reykjaweekly@gmail.com   We brought some of our picture findings from Berlin, you can see a small selection here. You can also read about our work and our blog here: The project Herrbarium Blog about our Reykjavik visit in German Interview with Eva and Ulrike in German