Beint í efni

Gyrðir Elíasson hlaut þýðingarverðlaunin 2012

Gyrðir Elíasson hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2012, fyrir ljóðasafnið Tunglið braust inn í húsið. Bandalag þýðenda og túlka veitir verðlaunin. Gyrðir veitti þeim viðtöku á Gljúfrasteini 23. apríl, á afmælisdegi Halldórs Laxness. Í umsögn dómnefndar segir að bókinni bjóði einn fremstu rithöfunda þjóðarinnar íslenskum ljóðaunnendum til samsætis með 36 skáldsystkinum frá fimmtán löndum.