Act Alone, einleikjahátíðin sem fer fram á Suðureyri frá 8-11 ágúst næstkomandi, auglýsir eftir handriti eða handritsdrögum að einleik í keppni þessa árs. Handritið skal vera að lágmarki 15 blaðsíður að lengd og fjalla um „íslenska sjómanninn“.
Leiklistarhátíðin Act Alone er haldin árlega á Ísafirði yfir sumartímann. Hátíðin er helguð einleikjum og er meðal fárra slíkra í heiminum sem helga sig þessu sérstaka leikhúsformi. Það er ekki eina sérkenni hátíðarinnar því frá upphafi hefur verið ókeypis á Act Alone og gefst því fólki frábært tækifæri á að komast frítt í leikhús og um leið að kynna sér þetta sérstaka leikhúsform.
Skilafrestur er til 30. júní næstkomandi. Dómnefnd velur besta handritið og stefnt er að frumsýningu verksins á Act Alone árið 2014 . Verðlaunin nema 250.000 krónum.
Handritum skal skila til:
Act Alone hátíðarinnar, rafrænt á netfangið komedia@komedia.is
Frekari upplýsingar veitir JónViðarJónsson leikminjar@akademia.is
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar.