Beint í efni

Heimsmet í Dublin, Bókmenntaborg UNESCO

Irish Writers‘ Centre í Bókmenntaborginni Dublin, hyggst setja nýtt heimsmet í upplestri í tilefni Bloomsday 2012. Markmiðið er að þar lesi 111 höfundar í 28 klukkustundir á einum stað frá kl. 11 að íslenskum tíma þann 15. júní – 14 þann 16. Fylgist með upplestrinum beint á Writers‘ Centre. Tilefni dagskrárinnar er Bloomsday, sem Írar halda hátíðlegan ár hvert og fer viðburðurinn fram í Irish Writers‘ Centre. Núverandi met var sett á Alþjóðlegu bókmenntahátíðinni í Berlín, en þar lásu 75 höfundar. Meðal höfunda sem taka þátt eru Seamus Heaney, Kevin Barry, Gabriel Rosenstock, Dermot Bolger, Marita Conlon McKenna, Gerald Dawe, John Boyne og Roddy Doyle. Efnið er fjölbreytt en hver höfundur les í um 15 mínútur.