Skáldsagan Illska eftir Eirík Örn Norðdahl og ævisagan Pater Jón Sveinsson - Nonni eftir Gunnar F. Guðmundsson hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin í ár.
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin á Bessastöðum í dag, miðvikudaginn 6. febrúar 2013. Skáldsagan Illska eftir Eirík Örn Norðdahl hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta, en Mál og menning geftur bókina út. Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hlaut Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur verðlaunin fyrir bókina Pater Jón Sveinsson - Nonni, sem Opna gefur út.
Forseti Íslands setti samkomuna en því næst flutti Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, stutta tölu og kynnti tilnefnda höfunda. Forseti Íslands kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Verðlaunahöfundar ávörpuðu gesti.
Þriggja manna lokadómnefnd, skipuð þeim Viðari Eggertssyni, leikhússtjóra, Hrefnu Haraldsdóttur bókmenntafræðingi og Dr. Stefaníu Óskarsdóttur, stjórnmálafræðingi, sem var formaður, valdi verkin úr hópi tíu bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna 1. desember síðastli
Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna í hvorum flokki. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens – opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.ðinn, fimm í flokki fagurbókmennta og fimm í flokki fræðirita og bóka almenns efnis.
Hljómsveitin Ylja flutti lögin Konan með sjalið, lag Guðnýjar Gígju Skjaldardóttur og Bjarteyjar Sveinsdóttur við ljóð Davíðs Stefánssonar, og Út, lag og texti eftir Guðnýju Gígju Skjaldardóttur og Bjarteyju Sveinsdóttur. Bæði eru lögin af disknum Ylja sem kom út á síðasta ári. Tríóið Ylju skipa þær Guðný Gígja Skjaldardóttir, Bjartey Sveinsdóttir og Smári Tarfur Jósepsson.
Á vefnum Bókmenntir.is má lesa umfjöllun Björns Unnars Valssonar um
Illsku og á vef RÚV má hlusta á
viðtal við Gunnar F. Guðmundsson um bók hans um Nonna.
Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki fagurbókmennta:
Auður Ava Ólafsdóttir: Undantekningin
Útgefandi: Bjartur
Eiríkur Örn Norðdahl: Illska
Útgefandi: Mál og menning
Gyrðir Elíasson: Suðurglugginn
Útgefandi: Uppheimar
Kristín Ómarsdóttir: Milla
Útgefandi: JPV útgáfa
Sigurjón Magnússon: Endimörk heimsins
Útgefandi: Ormstunga
Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis:
Einar Már Jónsson: Örlagaborgin. Brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar. Fyrri hluti
Útgefandi: Ormstunga
Gunnar F. Guðmundsson: Pater Jón Sveinsson – Nonni
Útgefandi: Opna
Gunnar Þór Bjarnason: Upp með fánann. Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga
Útgefandi: Mál og menning
Jón Ólafsson: Appelsínur frá Abkasíu. Vera Hertzsch, Halldór Laxness og hreinsanirnar miklu
Útgefandi: JPV útgáfa
Steinunn Kristjánsdóttir: Sagan af klaustrinu á Skriðu
Útgefandi: Sögufélag