Beint í efni

Íslandskort bókmenntanna

Á vefsíðu Borgarbókasafns Reykjavíkur má nú fræðast um landið á nýjan og skemmtilegan hátt á Íslandskorti bókmenntanna. Inn á kortið hefur starfsfólk Borgarbókasafns merkt við áhrifastaði og sögusvið ýmissa skáldsagna, fyrir börn og fullorðna. Bækurnar eru merktar inn á kortið með prjónum og með því að smella á þá er hægt að kalla fram kápumyndir, stuttar lýsingar á verkunum og í sumum tilfellum textabrot eða tengla á ritdóma. Áhugasamir lesendur geta því áttað sig betur á staðsetningum og tilvísunum bókmenntaverka, hvort sem á faraldsfæti eða heima í stofu. Um 200 bækur eru komnar inn á kortið, en það er í stöðugri vinnslu og er öllum velkomið að leggja til ábendingar um nýjar bækur með því að senda tölvupóst á Rögnu Sólveigu Guðmundsdóttur.