Beint í efni

Jóladagatal Norræna hússins

Að vanda býður Norræna húsið í Reykjavík gestum sínum að njóta viðburða í hádeginu í aðdraganda jóla. Meðal þeirra sem koma fram í ár eru rithöfundarnir Einar Már Guðmundsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Gerður Kristný, Guðrún Eva Mínervudóttir og Heiðrún Ólafsdóttir, en eins og vera ber veit enginn hvað ber upp á dagatalinu hverju sinni. Gullbjöllunni er hringt kl.12.34 og þá opnast gluggi dagsins. Hugmyndin á bak við dagatalið er að bjóða upp á öðruvísi dagskrá á aðventunni, sem fjallar ekki endilega um jólin. Gestir vita hverjir eru með í dagskránni en ekki hvenær þeir taka þátt og þarna gefst því kjörið tækifæri til að kynnast einhverju nýju. Hvert atriði er um tuttugu mínútur að lengd. Myndin af jóladagatali Norræna hússins 2012 er eftir Hugleik Dagsson. Þátttakendur dagatalsins  í ár eru: Eiríkur Örn Norðdahl, Hrafnhildur Arnardóttir a.k.a Shoplifter, Steindór Andersen og Hilmar Örn, Bjartmar Guðlaugsson, Spottarnir, Lúsíukórinn, Heiðrún Ólafsdóttir, Blágresi og Einar Már Guðmundsson, Huginn Þór Arason, Mikael Lind, Rökkurró, Úlfur Hansson, Myrra Rós, Brynhildur Guðjónsdóttir, Tarmo Rouhianen, Gerður Kristný, Jóga og eplaskífur, Robert the Roomaet, Guðrún Eva Mínvervudóttir, Moses Hightower, Lára Rúnars, Eva María Jónsdóttir og Podium.