Miðvikudaginn 31. október, á lokadegi Lestrarhátíðar í Reykjavík, verður haldið opið málþing um læsi í leikskólum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Þingið er samstarfsverkefni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Dagskráin stendur frá kl. 13:00 – 16:00.
Óttarr Proppé borgarfulltrúi sér um fundarstjórn og boðið verður upp á kaffi og með því. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Dagskrá:
Mótun læsisstefnu leikskóla í bókmenntaborginni Reykjavík
Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi
Kvöldstemning í október
Halldóra Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Dvergasteins og Drafnarborgar
Mikilvægi leikskólans fyrir þróun læsis
Dr. Freyja Birgisdóttir, lektor
Markviss málrækt í leikskóla fjölmenningar
Guðrún Finnsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri frá leikskólanum Ösp
Mynd er mál
Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur
Hvernig geta leikskólarnir nýtt sér Borgarbókasafnið?
Þorbjörg Karlsdóttir, verkefnisstjóri barnastarfs á Borgarbókasafni
Heiðar og Haraldur Freyr úr hljómsveitinni Pollapönk flytja vögguvísuna Draumaland ásamt leikskólabörnum úr Breiðholti
Vögguvísan var samin sérstaklega fyrir leikskóla í Reykjavík og færði Bókmenntaborgin þeim hana að gjöf í tilefni Lestrarhátíðar
Punkturinn yfir i-ið
Þórarinn Eldjárn rithöfundur